Þreytandi að horfa á okkur sjálf og stundum nennum við engu eftir fjarfundi Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. september 2023 07:01 Í kjölfar Covid vandist heimurinn því að nota fjarfundarbúnað fyrir vinnu, kennslu og viðburði. Rannsóknir sýna að við verðum öðruvísi þreytt eftir fjarfundi á netinu. Vísir/Getty Sumum syfjar alltaf á fundum. Virðast dotta jafnvel. Á meðan aðrir finna fyrir þreytu á eða eftir fjarfundi. Þessi fjarfundarþreyta getur birst í mörgu. Til dæmis því að nenna varla að gera neitt eftir þessa fundi eða viðburði sem við sátum. Vera frekar andlaus og þreytt. Sem okkur finnst jafnvel skrýtið því oft eru þetta fundir sem við erum að fylgjast með, málþing, kennsla, ráðstefnur jafnvel. Þar sem við þurftum ekki einu sinni að tala. Stanford háskólinn hefur frá heimsfaraldri verið að rannsaka þetta. Og rannsakar enn. Því eins og með allar nýjungar, tekur það okkur tíma að læra á hana. Í umfjöllun um rannsókn Stanford er til dæmis rifjað upp þegar lyftur fóru fyrst að verða algengar í húsum. Þá tók það okkur smá tíma að læra á það að vera í lyftu. Því hvernig áttum við að hegða okkur? Áttum við að horfa á hitt fólkið í lyftunni? Eða að stara á gólfið? Að sitja fjarfundi, vera í fjarnámi eða mæta á marga viðburði á netinu, er því ný tækni fyrir okkur öll að læra á. Þar á meðal að við getum orðið þreytt á slíkum fundum, á annan hátt heldur en eftir fundi sem við sitjum á eða eftir viðburði sem við mætum staðbundið á. Þau fjögur atriði sem rannsókn Standford sýna að þreyta okkur hvað helst eru eftirfarandi: 1. Nálægðin við andlit fundargesta Heilinn okkar virkar þannig að ef það er andlit mjög nálægt okkur, þá fer hann sjálfkrafa í ákveðið viðbragðsmót. Sem þýðir að nálægð fundargesta á skjánum, þar sem við erum í raun með alla í nærmynd ólíkt því sem gerist á almennum fundum, setur okkur í þetta viðbragðsmót. Hér er því mælt með því að minnka skjágluggann okkar þegar við erum á fundum. Þannig að öll andlit minnki og nái ekki yfir allan skjáinn. 2. Það er þreytandi að stara á okkur sjálf Annað atriði er að þegar við erum á fjarfundum sjáum við okkur sjálf allan tímann. Sem við gerum ekki á almennum fundum. Og satt best að segja verðum við þreytt á því! Það sem rannsóknir sýna líka varðandi þetta er að ef við horfum of mikið á okkur sjálf, erum við líklegri til að gagnrýna okkur sjálf meira. Einföld leið til að draga úr þessu er að fela andlitsgluggann sem sýnir okkur sjálf á skjánum. 3. Kyrrstaðan eða ýktar hreyfingar Enn eitt atriðið er kyrrstaðan. Því þegar við erum á fjarfundum, getum við minna hreyft okkur en við getum gert á almennum fundum. Á fundum almennt, getum við litið til hægri eða vinstri, breytt um setustöðu og svo framvegis. Það er enginn að pæla í því. Þetta væru allt hálf skringilegar hreyfingar þegar þú ert í mynd með öðrum á fjarfundi. Fyrir vikið erum við í mikilli kyrrstöðu og hreyfum okkur lítið. Hér er mælt með því að vera með myndavélina í meiri fjarlægð frá okkur. Meiri fjarlægð frá myndavélinni gefur okkur öðruvísi svigrúm til hreyfinga. 4. Líkamstjáningin öðruvísi á skjánum Hluti af samtölum og tjáningu er hvernig við beitum líkamanum. Þannig að samtal með fólki á fundum getur falið meira í sér en akkúrat það sem við segjum upphátt. Við kinkum kolli til þess sem talar, sýnum með líkama og svipbrigðum hvernig við upplifum fundinn eða það sem sagt er. Á fjarfundum þurfum við hins vegar að ýkja þá hreyfingu að kinka kolli ef við viljum að það sé tekið eftir því. Eða að sýna að við séum sammála með því að setja þumalinn upp. Við verðum líka þreytt á því að vera að passa að hausinn okkar sé innan myndarammans okkar allan tímann. Hér er mælt með því að ef við erum á mörgum fjarfundum, eða löngum, þar sem viðveran okkar felst að miklu leyti í hlustun frekar en þátttöku, slökkvum við reglulega á myndavélinni okkar og tökum okkur helst smá pásu frá því að horfa á skjáinn. En þá er að átta okkur á því hvort og þá hvernig þreyta á fjarfundum birtist hjá okkur. Því það að átta okkur á því, gefur okkur hugmyndir um það hvernig best er að sporna við okkar fjarfundarþreytu. Fyrir hvern og einn, getur verið gott að spyrja sjálfan sig eftirfarandi spurninga: Finnst þér þú alltaf þreytt/ur eftir fjarfundi? Finnur þú fyrir þreytu eða pirring í augum? Finnst þér eins og þú nennir síður að hitta fólk, vini og vandamenn, eftir langa fjarfundi? Finnst þér þú vera andlega og líkamlega þreytt/ur eftir langa fjarfundi? Nennir þú oft litlu sem engu eftir langa fjarfundi? Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tækni Tengdar fréttir Rannsókn: Fjarvinna bætir sambandið við börnin en dregur úr væntingum um stöðuhækkun Nú þegar fjarvinna hefur fest sig í sessi víðast hvar eftir heimsfaraldur er þessi valkostur að taka á sig skýrari og skýrari mynd. 8. september 2023 07:00 Ekkert endilega jákvætt ef fjarvinna eyðir veikindadögum Kannanir í Bretlandi og Bandaríkjunum sýna að veikindadögum hefur fækkað verulega eftir að fleira fólk fór að vinna í fjarvinnu heiman frá. 27. maí 2022 07:01 Stjórnendur og „aftur úr fjarvinnu“ skrefin Eitt af því frábæra sem Covid skapaði var fjarvinna og sá veruleiki að margir vinnustaðir stefna nú að, eða hafa nú þegar innleitt hið svo kallaða blandaða vinnufyrirkomulag. Þar er að hluta til unnið heiman frá en að hluta til á staðnum. Þetta hljómar allt svo einfalt, en er það svo? 12. nóvember 2021 07:00 Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. 23. ágúst 2021 07:01 Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11. júní 2021 07:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þessi fjarfundarþreyta getur birst í mörgu. Til dæmis því að nenna varla að gera neitt eftir þessa fundi eða viðburði sem við sátum. Vera frekar andlaus og þreytt. Sem okkur finnst jafnvel skrýtið því oft eru þetta fundir sem við erum að fylgjast með, málþing, kennsla, ráðstefnur jafnvel. Þar sem við þurftum ekki einu sinni að tala. Stanford háskólinn hefur frá heimsfaraldri verið að rannsaka þetta. Og rannsakar enn. Því eins og með allar nýjungar, tekur það okkur tíma að læra á hana. Í umfjöllun um rannsókn Stanford er til dæmis rifjað upp þegar lyftur fóru fyrst að verða algengar í húsum. Þá tók það okkur smá tíma að læra á það að vera í lyftu. Því hvernig áttum við að hegða okkur? Áttum við að horfa á hitt fólkið í lyftunni? Eða að stara á gólfið? Að sitja fjarfundi, vera í fjarnámi eða mæta á marga viðburði á netinu, er því ný tækni fyrir okkur öll að læra á. Þar á meðal að við getum orðið þreytt á slíkum fundum, á annan hátt heldur en eftir fundi sem við sitjum á eða eftir viðburði sem við mætum staðbundið á. Þau fjögur atriði sem rannsókn Standford sýna að þreyta okkur hvað helst eru eftirfarandi: 1. Nálægðin við andlit fundargesta Heilinn okkar virkar þannig að ef það er andlit mjög nálægt okkur, þá fer hann sjálfkrafa í ákveðið viðbragðsmót. Sem þýðir að nálægð fundargesta á skjánum, þar sem við erum í raun með alla í nærmynd ólíkt því sem gerist á almennum fundum, setur okkur í þetta viðbragðsmót. Hér er því mælt með því að minnka skjágluggann okkar þegar við erum á fundum. Þannig að öll andlit minnki og nái ekki yfir allan skjáinn. 2. Það er þreytandi að stara á okkur sjálf Annað atriði er að þegar við erum á fjarfundum sjáum við okkur sjálf allan tímann. Sem við gerum ekki á almennum fundum. Og satt best að segja verðum við þreytt á því! Það sem rannsóknir sýna líka varðandi þetta er að ef við horfum of mikið á okkur sjálf, erum við líklegri til að gagnrýna okkur sjálf meira. Einföld leið til að draga úr þessu er að fela andlitsgluggann sem sýnir okkur sjálf á skjánum. 3. Kyrrstaðan eða ýktar hreyfingar Enn eitt atriðið er kyrrstaðan. Því þegar við erum á fjarfundum, getum við minna hreyft okkur en við getum gert á almennum fundum. Á fundum almennt, getum við litið til hægri eða vinstri, breytt um setustöðu og svo framvegis. Það er enginn að pæla í því. Þetta væru allt hálf skringilegar hreyfingar þegar þú ert í mynd með öðrum á fjarfundi. Fyrir vikið erum við í mikilli kyrrstöðu og hreyfum okkur lítið. Hér er mælt með því að vera með myndavélina í meiri fjarlægð frá okkur. Meiri fjarlægð frá myndavélinni gefur okkur öðruvísi svigrúm til hreyfinga. 4. Líkamstjáningin öðruvísi á skjánum Hluti af samtölum og tjáningu er hvernig við beitum líkamanum. Þannig að samtal með fólki á fundum getur falið meira í sér en akkúrat það sem við segjum upphátt. Við kinkum kolli til þess sem talar, sýnum með líkama og svipbrigðum hvernig við upplifum fundinn eða það sem sagt er. Á fjarfundum þurfum við hins vegar að ýkja þá hreyfingu að kinka kolli ef við viljum að það sé tekið eftir því. Eða að sýna að við séum sammála með því að setja þumalinn upp. Við verðum líka þreytt á því að vera að passa að hausinn okkar sé innan myndarammans okkar allan tímann. Hér er mælt með því að ef við erum á mörgum fjarfundum, eða löngum, þar sem viðveran okkar felst að miklu leyti í hlustun frekar en þátttöku, slökkvum við reglulega á myndavélinni okkar og tökum okkur helst smá pásu frá því að horfa á skjáinn. En þá er að átta okkur á því hvort og þá hvernig þreyta á fjarfundum birtist hjá okkur. Því það að átta okkur á því, gefur okkur hugmyndir um það hvernig best er að sporna við okkar fjarfundarþreytu. Fyrir hvern og einn, getur verið gott að spyrja sjálfan sig eftirfarandi spurninga: Finnst þér þú alltaf þreytt/ur eftir fjarfundi? Finnur þú fyrir þreytu eða pirring í augum? Finnst þér eins og þú nennir síður að hitta fólk, vini og vandamenn, eftir langa fjarfundi? Finnst þér þú vera andlega og líkamlega þreytt/ur eftir langa fjarfundi? Nennir þú oft litlu sem engu eftir langa fjarfundi?
Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tækni Tengdar fréttir Rannsókn: Fjarvinna bætir sambandið við börnin en dregur úr væntingum um stöðuhækkun Nú þegar fjarvinna hefur fest sig í sessi víðast hvar eftir heimsfaraldur er þessi valkostur að taka á sig skýrari og skýrari mynd. 8. september 2023 07:00 Ekkert endilega jákvætt ef fjarvinna eyðir veikindadögum Kannanir í Bretlandi og Bandaríkjunum sýna að veikindadögum hefur fækkað verulega eftir að fleira fólk fór að vinna í fjarvinnu heiman frá. 27. maí 2022 07:01 Stjórnendur og „aftur úr fjarvinnu“ skrefin Eitt af því frábæra sem Covid skapaði var fjarvinna og sá veruleiki að margir vinnustaðir stefna nú að, eða hafa nú þegar innleitt hið svo kallaða blandaða vinnufyrirkomulag. Þar er að hluta til unnið heiman frá en að hluta til á staðnum. Þetta hljómar allt svo einfalt, en er það svo? 12. nóvember 2021 07:00 Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. 23. ágúst 2021 07:01 Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11. júní 2021 07:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Rannsókn: Fjarvinna bætir sambandið við börnin en dregur úr væntingum um stöðuhækkun Nú þegar fjarvinna hefur fest sig í sessi víðast hvar eftir heimsfaraldur er þessi valkostur að taka á sig skýrari og skýrari mynd. 8. september 2023 07:00
Ekkert endilega jákvætt ef fjarvinna eyðir veikindadögum Kannanir í Bretlandi og Bandaríkjunum sýna að veikindadögum hefur fækkað verulega eftir að fleira fólk fór að vinna í fjarvinnu heiman frá. 27. maí 2022 07:01
Stjórnendur og „aftur úr fjarvinnu“ skrefin Eitt af því frábæra sem Covid skapaði var fjarvinna og sá veruleiki að margir vinnustaðir stefna nú að, eða hafa nú þegar innleitt hið svo kallaða blandaða vinnufyrirkomulag. Þar er að hluta til unnið heiman frá en að hluta til á staðnum. Þetta hljómar allt svo einfalt, en er það svo? 12. nóvember 2021 07:00
Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. 23. ágúst 2021 07:01
Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11. júní 2021 07:00