Ten Hag um Sancho: „Kúltúrinn innan félagsins var ekki góður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2023 14:30 Jadon Sancho og Erik ten Hag þegar sambandið milli þeirra var öllu betra en nú. getty/Martin Rickett Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hann hafi þurft að stíga fast til jarðar hjá félaginu og innleiða aga hjá því. Ten Hag sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Mikið hefur gengið á hjá United að undanförnu, aðallega utan vallar, og Ten Hag var skiljanlega spurður út í Harry Maguire, Antony og Jadon Sancho. Sá síðastnefndi skammaðist út í Ten Hag á Twitter eftir að hann var ekki í leikmannahópi United í leiknum gegn Arsenal. Í gær sendi United svo frá sér yfirlýsingu þess efnis að Sancho fengi ekki að æfa með aðalliði félagins. „Jadon Sancho mun æfa einn, fjarri aðalliði félagsins þar til lausn finnst á máli varðandi agabrot hans,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu United. „Ég var beðinn um að setja strangar reglur því kúltúrinn í félaginu fyrir síðasta tímabil var ekki nógu góður. Ég þurfti að setja gott fordæmi,“ sagði Ten Hag. „Það er aldrei þannig að einhver geri ein mistök. Það er aðdragandi að ákvörðun varðandi agareglur. Þú verður að standa í lappirnar.“ Antony hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana þriggja kvenna um ofbeldi sem hann á að hafa beitt þær. Ten Hag sagðist ekki hafa hugmynd um hvenær Brassinn myndi snúa aftur. „Hann er vonsvikinn en hann er í lagi,“ sagði Ten Hag er hann var spurður hvort hann hefði heyrt í Antony. Ten Hag fékk einnig spurningar um Harry Maguire, fyrrverandi fyrirliða United. sem hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði, svo mjög að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, fékk nóg og tók til varna fyrir sinn mann. Ten Hag hjó í sama knérunn á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef margoft sagt að þetta sé vanvirðandi. Hann á þetta ekki skilið. Hann er frábær leikmaður og hefur margoft spilað frábærlega,“ sagði Hollendingurinn. „Hann þarf að reyna að útiloka þetta með því að standa sig. Þetta á ekki rétt á sér. Hann hefur átt flottan feril og á enn nóg eftir.“ United tekur á móti Brighton í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Ten Hag sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Mikið hefur gengið á hjá United að undanförnu, aðallega utan vallar, og Ten Hag var skiljanlega spurður út í Harry Maguire, Antony og Jadon Sancho. Sá síðastnefndi skammaðist út í Ten Hag á Twitter eftir að hann var ekki í leikmannahópi United í leiknum gegn Arsenal. Í gær sendi United svo frá sér yfirlýsingu þess efnis að Sancho fengi ekki að æfa með aðalliði félagins. „Jadon Sancho mun æfa einn, fjarri aðalliði félagsins þar til lausn finnst á máli varðandi agabrot hans,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu United. „Ég var beðinn um að setja strangar reglur því kúltúrinn í félaginu fyrir síðasta tímabil var ekki nógu góður. Ég þurfti að setja gott fordæmi,“ sagði Ten Hag. „Það er aldrei þannig að einhver geri ein mistök. Það er aðdragandi að ákvörðun varðandi agareglur. Þú verður að standa í lappirnar.“ Antony hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana þriggja kvenna um ofbeldi sem hann á að hafa beitt þær. Ten Hag sagðist ekki hafa hugmynd um hvenær Brassinn myndi snúa aftur. „Hann er vonsvikinn en hann er í lagi,“ sagði Ten Hag er hann var spurður hvort hann hefði heyrt í Antony. Ten Hag fékk einnig spurningar um Harry Maguire, fyrrverandi fyrirliða United. sem hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði, svo mjög að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, fékk nóg og tók til varna fyrir sinn mann. Ten Hag hjó í sama knérunn á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef margoft sagt að þetta sé vanvirðandi. Hann á þetta ekki skilið. Hann er frábær leikmaður og hefur margoft spilað frábærlega,“ sagði Hollendingurinn. „Hann þarf að reyna að útiloka þetta með því að standa sig. Þetta á ekki rétt á sér. Hann hefur átt flottan feril og á enn nóg eftir.“ United tekur á móti Brighton í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira