„Tveir stórir karakterar í litlu herbergi, það getur oft endað illa“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. september 2023 17:00 Tónlistarmaðurinn Patrik situr staðfastur á toppi Íslenska listans á FM. Helgi Ómarsson „Þetta er smá fyndin saga,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason í samtali við blaðamann um hvernig lagið Skína varð til. Lagið situr á toppi Íslenska listans á FM þriðju vikuna í röð. „Ég og Logi (Luigi) vorum uppi í stúdíói að gera lagið HITIII Á KLÚBBNUM. Við vorum eiginlega búnir að klára það þegar við ákveðum að prófa að gera nýtt lag. Logi er mjög frekur náungi og hann á það til að taka míkrófóninn svolítið einn. Flestir sem maður er með í stúdíóinu passa að skiptast á með míkrófóninn og ég var búinn að leyfa Loga að vera á honum lengi að syngja einhverjar melódíur og gera eitthvað. Svo var komið að mínum tíma til að skína, að ég fengi að syngja eitthvað, og þá var hann alltaf að grípa inn í og trufla mig þannig að ég fór í smá svona fýlu. Af því ég fékk svo lítinn tíma á mic-num og þá snerist stúdíó sessionið yfir í það að ég var í fýlu og við aðeins að rífast.“ Patrik segir að því hafi þeir ekkert náð að meðtaka það sem var að gerast í stúdíóinu. Ingimar, pródúserinn þeirra, hafði þá ákveðið að skerast í leikinn. „Hann sagði bara heyrðu þið getið ekki verið saman. Þið verðið bara að koma í sitthvoru lagi því þið eruð tveir stórir karakterar hérna inni í litlu herbergi, það getur oft endað illa.“ Tæpir tveir mánuðir liðu og voru Patrik og Logi búnir að fara í sitt hvoru lagi upp í stúdíó að taka upp. „Einn daginn spyr Ingimar mig svo hvort hann megi sýna mér það sem hann og Logi hefðu gert daginn áður.“ View this post on Instagram A post shared by prettyboitjokko (@patrikatlason) Patrik samþykkti það og var í fyrstu ekki alveg seldur á það sem hann heyrði. Þangað til hann rekst á lag sem var skráð undir nafninu Skína. „Þá var Logi búinn að syngja þetta viðlag „Haltu áfram að skína. Og ég var bara holy shit þetta er geðveikt lag. Hvaða rugl var í okkur, við vorum ekki að fatta þetta. Ég bað Ingimar að hleypa mér á mic-inn til að gera eitthvað erindi. Úr því varð lagið Skína til. Þetta var erfið fæðing en sem betur fer fundum við þetta lag ofan í skúffu,“ segir Patrik léttur í bragði að lokum. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn Tónlist FM957 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég og Logi (Luigi) vorum uppi í stúdíói að gera lagið HITIII Á KLÚBBNUM. Við vorum eiginlega búnir að klára það þegar við ákveðum að prófa að gera nýtt lag. Logi er mjög frekur náungi og hann á það til að taka míkrófóninn svolítið einn. Flestir sem maður er með í stúdíóinu passa að skiptast á með míkrófóninn og ég var búinn að leyfa Loga að vera á honum lengi að syngja einhverjar melódíur og gera eitthvað. Svo var komið að mínum tíma til að skína, að ég fengi að syngja eitthvað, og þá var hann alltaf að grípa inn í og trufla mig þannig að ég fór í smá svona fýlu. Af því ég fékk svo lítinn tíma á mic-num og þá snerist stúdíó sessionið yfir í það að ég var í fýlu og við aðeins að rífast.“ Patrik segir að því hafi þeir ekkert náð að meðtaka það sem var að gerast í stúdíóinu. Ingimar, pródúserinn þeirra, hafði þá ákveðið að skerast í leikinn. „Hann sagði bara heyrðu þið getið ekki verið saman. Þið verðið bara að koma í sitthvoru lagi því þið eruð tveir stórir karakterar hérna inni í litlu herbergi, það getur oft endað illa.“ Tæpir tveir mánuðir liðu og voru Patrik og Logi búnir að fara í sitt hvoru lagi upp í stúdíó að taka upp. „Einn daginn spyr Ingimar mig svo hvort hann megi sýna mér það sem hann og Logi hefðu gert daginn áður.“ View this post on Instagram A post shared by prettyboitjokko (@patrikatlason) Patrik samþykkti það og var í fyrstu ekki alveg seldur á það sem hann heyrði. Þangað til hann rekst á lag sem var skráð undir nafninu Skína. „Þá var Logi búinn að syngja þetta viðlag „Haltu áfram að skína. Og ég var bara holy shit þetta er geðveikt lag. Hvaða rugl var í okkur, við vorum ekki að fatta þetta. Ég bað Ingimar að hleypa mér á mic-inn til að gera eitthvað erindi. Úr því varð lagið Skína til. Þetta var erfið fæðing en sem betur fer fundum við þetta lag ofan í skúffu,“ segir Patrik léttur í bragði að lokum. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn Tónlist FM957 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira