Þessar fréttir vekja töluverða athygli þar sem Palhinha vildi ólmur fara frá félaginu til Bayern Munchen rétt áður en félagskiptaglugginn lokaði.
Samkvæmt fréttum erlendis var Palhinha miður sín eftir að félagsskiptin gengu ekki í gegn en hann virðist núna vera búinn að taka algjöra U-beygju.
„Ég er svo ánægður. Ég veit að það er mikið búið að gerast síðustu vikur, mikið búið að skrifa um mína framtíð en ég vil bara segja að ég er 100% skuldbundinn þessu félagi,“ byrjaði Palhinha að segja.
„Ég ber svo mikla virðingu fyrir félaginu og fyrir stuðningsmönnunum og ég mun halda áfram að leggja mig allan fram,“ endaði Palhinha að segja. Nýji samningurinn hans gildir til ársins 2028 með möguleika á framlengingu um eitt ár.