Dusty byrjar á sterkum sigri og ÍA fór illa með Eyjamenn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. september 2023 23:00 Úrslit kvöldsins. Fyrstu umferð nýs tímabils í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO lauk í kvöld með þremur leikjum. Dusty hóf tímabilið á sigri og ÍA vann öruggan sigur gegn ÍBV. Í fyrstu viðureign mættust Dusty og Breiðablik og fór leikurinn fram á Anubis. Dusty menn hófu leik á að sigra hnífalotuna og völdu að hefja leik í vörn. Blikar tóku fyrstu fjórar loturnar en Dusty náði einni til baka með því að sigra fimmtu lotu og staðan þá 4-1. Blikar tóku eina lotu til viðbótar áður en leikmenn Dusty tóku gjörsamlega öll völd á leiknum og sigruðu níu lotur í röð í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 10-5 Dusty hélt uppteknum hætti í sókn og tók fyrstu lotuna, en EddzeNNN, leikmaður Dusty, leiddi þar fellingarlistann. Í 20. lotu var viruz, leikmaður Breiðabliks, nálægt því að fella þrjá leikmenn Dusty á B-svæðinu á Anubis, en allt kom fyrir ekki og Dusty sigldi heim sigri sem þeir þurftu svo sannarlega að vinna fyrir. Lokastaða: 16-11 Annar leikur kvöldsins fór fram á Vertigo, en þar mættust lið ÍA og ÍBV. Leikurinn var sá fyrsti á tímabilinu sem ekki fór fram á Anubis, en bæði liðin hafa leikmenn sem hafa lofað Vertigo áður. ÍA tók hnífalotuna og hóf leikinn í sókn. Eyjamenn hófu leikinn af hraða og tóku fyrstu tvær loturnar í sókn, en svo virtust ÍA menn finna gírinn og tóku 11 lotur í röð, staðan þá 11-2. Leikmenn ÍA höfðu deilt fellingunum nokkuð bróðurlega á milli sín, en TripleG leiddi þá töfluna með 15 fellingar. ÍBV náði aðeins að sigra þrjár lotur í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 12-3 Seinni hálfleikur hélt áfram með svipuðu móti þegar ÍA tók fyrstu lotu. Í annarri lotu átti Biggzyyy, leikmaður ÍBV stórleik þegar hann felldi þrjá leikmenn ÍA og tókst þar með að leyfa shiNe, liðsfélaga sínum að aftengja sprengjuna. Áfram héldu ÍBV menn að klóra í bakkann, en þó virtist brekkan vera orðin of brött fyrir leikmenn ÍBV og ÍA tók sannfærandi sigur. Lokastaða: 16-6 Síðasta viðureign kvöldsins var á milli FH og SAGA, en viðureignin reyndist alls ekki sú sísta. Anubis varð fyrir valinu. FH tók hnífalotuna og valdi að byrja í vörn. VCTR, leikmaður FH, var nálægt því að fá ás í fyrstu lotu leiksins, en liðsfélagi hans, WZRD náði að fella einn leikmann SAGA. VCTR ásamt mozar7 leiddu listann hjá FH í byrjun leiks en liðin skiptust á að taka lotur snemma í leiknum og staðan 4-4 eftir átta lotur. Í 9. lotu tókst xZeRq, leikmanni SAGA að sigra FH-menn einn á báti, en á tímapunkti var hann einn gegn fjórum leikmönnum FH. Byr kom þá í segl SAGA en þeir sigruðu alla leiki nema einn það sem eftir lifði hálfleiks. Staðan í hálfleik: 5-10 FH byrjaði seinni hálfleik betur er þeir komust í sókn, en þeir tóku fjórar fyrstu loturnar til að koma stöðunni í 9-10. Forskot SAGA varð að engu í 22. lotu þegar FH náði loksins að jafna stöðuna í 11-11 og allt var þá enn í járnum. FH tók loks forystuna að nýju þegar þeir komust í 12-11 eftir góð viðbrögð á A-svæði Anubis. Mozar7 náði sigri fyrir FH í svakalegri lotu þar sem hann felldi þrjá leikmenn SAGA á A-svæðinu, sem virtist vera síðasti naglinn í kistu SAGA og FH tók sigurinn með yfirvegaðri frammistöðu. Lokastaða: 16-12 Næstu leikir: 19. september19:30 ÍA – SAGA20:30 – ÍBV - Dusty Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Í fyrstu viðureign mættust Dusty og Breiðablik og fór leikurinn fram á Anubis. Dusty menn hófu leik á að sigra hnífalotuna og völdu að hefja leik í vörn. Blikar tóku fyrstu fjórar loturnar en Dusty náði einni til baka með því að sigra fimmtu lotu og staðan þá 4-1. Blikar tóku eina lotu til viðbótar áður en leikmenn Dusty tóku gjörsamlega öll völd á leiknum og sigruðu níu lotur í röð í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 10-5 Dusty hélt uppteknum hætti í sókn og tók fyrstu lotuna, en EddzeNNN, leikmaður Dusty, leiddi þar fellingarlistann. Í 20. lotu var viruz, leikmaður Breiðabliks, nálægt því að fella þrjá leikmenn Dusty á B-svæðinu á Anubis, en allt kom fyrir ekki og Dusty sigldi heim sigri sem þeir þurftu svo sannarlega að vinna fyrir. Lokastaða: 16-11 Annar leikur kvöldsins fór fram á Vertigo, en þar mættust lið ÍA og ÍBV. Leikurinn var sá fyrsti á tímabilinu sem ekki fór fram á Anubis, en bæði liðin hafa leikmenn sem hafa lofað Vertigo áður. ÍA tók hnífalotuna og hóf leikinn í sókn. Eyjamenn hófu leikinn af hraða og tóku fyrstu tvær loturnar í sókn, en svo virtust ÍA menn finna gírinn og tóku 11 lotur í röð, staðan þá 11-2. Leikmenn ÍA höfðu deilt fellingunum nokkuð bróðurlega á milli sín, en TripleG leiddi þá töfluna með 15 fellingar. ÍBV náði aðeins að sigra þrjár lotur í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 12-3 Seinni hálfleikur hélt áfram með svipuðu móti þegar ÍA tók fyrstu lotu. Í annarri lotu átti Biggzyyy, leikmaður ÍBV stórleik þegar hann felldi þrjá leikmenn ÍA og tókst þar með að leyfa shiNe, liðsfélaga sínum að aftengja sprengjuna. Áfram héldu ÍBV menn að klóra í bakkann, en þó virtist brekkan vera orðin of brött fyrir leikmenn ÍBV og ÍA tók sannfærandi sigur. Lokastaða: 16-6 Síðasta viðureign kvöldsins var á milli FH og SAGA, en viðureignin reyndist alls ekki sú sísta. Anubis varð fyrir valinu. FH tók hnífalotuna og valdi að byrja í vörn. VCTR, leikmaður FH, var nálægt því að fá ás í fyrstu lotu leiksins, en liðsfélagi hans, WZRD náði að fella einn leikmann SAGA. VCTR ásamt mozar7 leiddu listann hjá FH í byrjun leiks en liðin skiptust á að taka lotur snemma í leiknum og staðan 4-4 eftir átta lotur. Í 9. lotu tókst xZeRq, leikmanni SAGA að sigra FH-menn einn á báti, en á tímapunkti var hann einn gegn fjórum leikmönnum FH. Byr kom þá í segl SAGA en þeir sigruðu alla leiki nema einn það sem eftir lifði hálfleiks. Staðan í hálfleik: 5-10 FH byrjaði seinni hálfleik betur er þeir komust í sókn, en þeir tóku fjórar fyrstu loturnar til að koma stöðunni í 9-10. Forskot SAGA varð að engu í 22. lotu þegar FH náði loksins að jafna stöðuna í 11-11 og allt var þá enn í járnum. FH tók loks forystuna að nýju þegar þeir komust í 12-11 eftir góð viðbrögð á A-svæði Anubis. Mozar7 náði sigri fyrir FH í svakalegri lotu þar sem hann felldi þrjá leikmenn SAGA á A-svæðinu, sem virtist vera síðasti naglinn í kistu SAGA og FH tók sigurinn með yfirvegaðri frammistöðu. Lokastaða: 16-12 Næstu leikir: 19. september19:30 ÍA – SAGA20:30 – ÍBV - Dusty
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira