Antony í viðtali í brasilísku sjónvarpi: Ofbeldi gagnvart konum er 100 prósent rangt Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 11:30 Antony neitar öllum þeim áskökunum sem komið hafa fram gagnvart honum. Vísir/Getty Brasilíski knattspyrnumaðurinn kom fram í brasilískum sjónvarpsþætti í gær og neitaði ásökunum um ofbeldi sem birst hafa gagnvart honum. Manchester United segjast taka ásökununum alvarlega. Eftir að fyrrum unnusta Antony, Gabriela Cavalin, sakaði hann um heimilisofbeldi í vikunni var vængmaðurinn tekinn út úr brasilíska landsliðshópnum. Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sökuðu Antony um ofbeldi. Rayssa de Freitas sagðist hafa þurft að leita á sjúkrahús eftir árás Antony og annarrar konu í maí 2022. Antony var í viðtali á brasilísku sjónvarpsstöðinni SBT í gær þar sem hann neitaði áskönunum og sagði að sannleikurinn myndi koma í ljós. Hann sagðist aldrei hafa lagt hendur á konu. „Aldrei. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ofbeldi gagnvart konum er algjörlega rangt, 100 prósent rangt,“ sagði Antony tárvotur í viðtalinu. Samkvæmt fréttum fjölmiðla tilkynnti De Freitas atvikið til lögreglunnar í Sao Paulo á sínum tíma. Þá hefur þriðja konan, Ingrid Lana, greint frá því að Antony hafi þrýst á hana að stunda með honum kynlíf þegar hún var í viðskiptaferð á Englandi á síðasta ári. Hún sagði Antony hafa boðið sér heim til sín og ýtt henni upp að vegg sem varð til þess að hún fékk högg á höfuðið. „Hann reyndi að stunda kynlíf með mér en ég vildi það ekki. Tilgangur minn með heimsókninni var viðskipti en þegar ég kom þangað sá ég að hann hafði aðrar tilætlanir.“ Hvað varðar ásakanir Lana sagði Antony: „Nei, ég er 100% viss um að ég hafi aldrei snert neina konu. 100% viss. Ég mun útvega sönnunargögn og þá mun fólk skilja. Það mun sjá sannleikann.“ Manchester United gaf út yfirlýsingu um málið í vikunni þar sem það sagðist taka ásökunum á hendur Antony alvarlega. Félagið hefur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti. Lögreglan í Manchester er með ásakanir fyrrum unnustu hans til rannsóknar. Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Eftir að fyrrum unnusta Antony, Gabriela Cavalin, sakaði hann um heimilisofbeldi í vikunni var vængmaðurinn tekinn út úr brasilíska landsliðshópnum. Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sökuðu Antony um ofbeldi. Rayssa de Freitas sagðist hafa þurft að leita á sjúkrahús eftir árás Antony og annarrar konu í maí 2022. Antony var í viðtali á brasilísku sjónvarpsstöðinni SBT í gær þar sem hann neitaði áskönunum og sagði að sannleikurinn myndi koma í ljós. Hann sagðist aldrei hafa lagt hendur á konu. „Aldrei. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ofbeldi gagnvart konum er algjörlega rangt, 100 prósent rangt,“ sagði Antony tárvotur í viðtalinu. Samkvæmt fréttum fjölmiðla tilkynnti De Freitas atvikið til lögreglunnar í Sao Paulo á sínum tíma. Þá hefur þriðja konan, Ingrid Lana, greint frá því að Antony hafi þrýst á hana að stunda með honum kynlíf þegar hún var í viðskiptaferð á Englandi á síðasta ári. Hún sagði Antony hafa boðið sér heim til sín og ýtt henni upp að vegg sem varð til þess að hún fékk högg á höfuðið. „Hann reyndi að stunda kynlíf með mér en ég vildi það ekki. Tilgangur minn með heimsókninni var viðskipti en þegar ég kom þangað sá ég að hann hafði aðrar tilætlanir.“ Hvað varðar ásakanir Lana sagði Antony: „Nei, ég er 100% viss um að ég hafi aldrei snert neina konu. 100% viss. Ég mun útvega sönnunargögn og þá mun fólk skilja. Það mun sjá sannleikann.“ Manchester United gaf út yfirlýsingu um málið í vikunni þar sem það sagðist taka ásökunum á hendur Antony alvarlega. Félagið hefur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti. Lögreglan í Manchester er með ásakanir fyrrum unnustu hans til rannsóknar.
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira