Enski boltinn

Brady dreymir um Rooney

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wayne Rooney er á óskalista Toms Brady.
Wayne Rooney er á óskalista Toms Brady. vísir/getty

Tom Brady eignaðist hlut í enska fótboltafélaginu Birmingham City á dögunum og gæti ráðist í breytingar hjá því.

Brady hefur nefnilega áhuga á að fá Wayne Rooney, fyrrverandi landsliðsfyrirliða Englands og markahæsta leikmann í sögu Manchester United, til að taka við Birmingham.

Rooney er núna þjálfari DC United í Bandaríkjunum en er ekki sáttur í starfinu. Þeir Brady eru í stöðugu sambandi og Rooney ku vera tilbúinn að snúa aftur til Englands.

Brady sér tækifæri í að ráða jafn stórt nafn og Rooney sem stjóra Birmingham. Hann gæti lokkað sterka leikmenn til liðsins og komið því upp í ensku úrvalsdeildina.

John Eustace er stjóri Birmingham, sem er í 4. sæti ensku B-deildarinnar, en hann hefur verið orðaður við Rangers í Skotlandi.

Áður en Rooney tók við DC United stýrði hann Derby County við afar erfiðar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×