Greinir frá ástæðu þess að hann fór frá Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 5. september 2023 09:31 Jordan Henderson og Jurgen Klopp eiga í góðu sambandi Vísir/EPA Jordan Henderson, fyrrum fyrirliði Liverpool, hefur greint frá ástæðu þess að hann skipti yfir til sádi-arabíska liðsins Al-Ettifaq fyrir yfirstandandi tímabil. Það gerir hann í ítarlegu viðtali við The Athletic en félagsskiptin ollu miklu fjaðrafoki á sínum tíma. Henderson hefur í gegnum tíðina verið yfirlýstur stuðningsmaður réttinda hinsegin fólks og því kom það mörgum spánskt fyrir sjónir þegar að félagsskipti hans til Sádi-Arabíu, ríkis sem er ekki þekkt fyrir að virða mannréttindi hinsegin fólks, urðu staðfest. Var litið svo á að Henderson væri að fórna gildum sínum og siðferði fyrir þann mikla pening sem leikmönnum er boðið þessa dagana til þess að spila í sádi-arabísku deildinni. Henderson segir hins vegar að á undirbúningstímabilinu með Liverpool hafi hann verið að búa sig undir að spila með liðinu á komandi tímabili. Hann var á þessum tíma fyrirliði félagsins og hafði unnið ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu fyrir rauða liðið úr Bítlaborginni. Hins vegar fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá honum þegar það dró nær upphafi tímabils. „Ég á í mjög góðu sambandi við Jurgen Klopp (knattspyrnustjóra Liverpool) og hann var bara mjög hreinskilinn við mig. Ég ætla ekki að segja ykkur frá öllu okkar samtali, því það er einkamál, en hann setti mig í þá stöðu að ég vissi að ég myndi ekki fá mikinn spilatíma með liðinu á tímabilinu sem var fram undan. Ég vissi af því að það kæmu inn nýir leikmenn í mína stöðu.“ Það hefði verið erfitt fyrir hann að vera áfram hjá liðinu, hafandi afrekað allt það sem hann hafði afrekað, til þess eins að sitja á varamannabekknum og horfa á. „Evrópumót landsliða er framundan og svo kom Al-Ettifaq inn í myndina. Ég leitaði því til forráðamanna Liverpool og vildi sjá hvort það væri flötur fyrir því að ég myndi yfirgefa félagið.“ Það var beiðni sem forráðamenn Liverpool þvertóku ekki fyrir og því rann það upp fyrir Henderson að framtíð hans myndi liggja annars staðar. En var hann ekki til í að berjast fyrir sinni stöðu? „Ef einhver af þessum mönnum hefði sagt „við viljum halda þér hérna“ þá værum við ekki að eiga þetta samtal núna. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neyddur burt frá félaginu eða að þeir hafði sagt vilja mig burt en það kom ekki sá tímapunktur, frá félaginu eða forráðamönnum þess, að mér fannst eins og þeir vildu að ég yrði áfram.“ Afar áhugavert og ítarlegt viðtal The Athletic við Jordan Henderson má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Henderson hefur í gegnum tíðina verið yfirlýstur stuðningsmaður réttinda hinsegin fólks og því kom það mörgum spánskt fyrir sjónir þegar að félagsskipti hans til Sádi-Arabíu, ríkis sem er ekki þekkt fyrir að virða mannréttindi hinsegin fólks, urðu staðfest. Var litið svo á að Henderson væri að fórna gildum sínum og siðferði fyrir þann mikla pening sem leikmönnum er boðið þessa dagana til þess að spila í sádi-arabísku deildinni. Henderson segir hins vegar að á undirbúningstímabilinu með Liverpool hafi hann verið að búa sig undir að spila með liðinu á komandi tímabili. Hann var á þessum tíma fyrirliði félagsins og hafði unnið ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu fyrir rauða liðið úr Bítlaborginni. Hins vegar fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá honum þegar það dró nær upphafi tímabils. „Ég á í mjög góðu sambandi við Jurgen Klopp (knattspyrnustjóra Liverpool) og hann var bara mjög hreinskilinn við mig. Ég ætla ekki að segja ykkur frá öllu okkar samtali, því það er einkamál, en hann setti mig í þá stöðu að ég vissi að ég myndi ekki fá mikinn spilatíma með liðinu á tímabilinu sem var fram undan. Ég vissi af því að það kæmu inn nýir leikmenn í mína stöðu.“ Það hefði verið erfitt fyrir hann að vera áfram hjá liðinu, hafandi afrekað allt það sem hann hafði afrekað, til þess eins að sitja á varamannabekknum og horfa á. „Evrópumót landsliða er framundan og svo kom Al-Ettifaq inn í myndina. Ég leitaði því til forráðamanna Liverpool og vildi sjá hvort það væri flötur fyrir því að ég myndi yfirgefa félagið.“ Það var beiðni sem forráðamenn Liverpool þvertóku ekki fyrir og því rann það upp fyrir Henderson að framtíð hans myndi liggja annars staðar. En var hann ekki til í að berjast fyrir sinni stöðu? „Ef einhver af þessum mönnum hefði sagt „við viljum halda þér hérna“ þá værum við ekki að eiga þetta samtal núna. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neyddur burt frá félaginu eða að þeir hafði sagt vilja mig burt en það kom ekki sá tímapunktur, frá félaginu eða forráðamönnum þess, að mér fannst eins og þeir vildu að ég yrði áfram.“ Afar áhugavert og ítarlegt viðtal The Athletic við Jordan Henderson má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira