Kynntu nýjan íslenskan leik á GamesCom Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2023 12:11 Joon og Torfi reka leikjafyrirtækið Ghosts. Íslensku leikjaframleiðendurnir Joon Van Hove og Torfi Ásgeirsson kynntu nýjasta leik þeirra á GamesCom ráðstefnunni í Þýskalandi í síðustu viku. Leikurinn heitir Phantom Spark og er kappakstursleikur sem gefa á út snemma á næsta ári. Torfi og Joon hafa unnið leiknum frá árinu 2021 en þeir reka saman fyrirtækið Ghosts. Phantom Spark er fjármagnaður og gefinn út af breska leikjaútgefandanum Coatsink. Í Phantom Spark eru engin hraðatakmörk, samkvæmt tilkynningu, og mun enginn eins leikur vera á markaði í dag. „Þú þarft ekki að taka marga hringi á hverri braut heldur er hver braut stutt og snörp. Þegar að þú brunar áfram finnurðu hvernig hver bremsa, beygja og ígjöf skiptir máli í tímatöku. Hver einasta tilraun telur þar sem fullkomnun er aðeins náð með því að endurtaka leikinn og gera betur,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Eins og áður segir var stiklan sýnd á GamesCom í síðustu viku en það er ein stærsta leikjaráðstefna heims. Alls hafa ellefu manns komið að þróun Phantom Spark, þó þeir Torfi og Joon myndi einir Ghosts. „Ghosts hefur yndi af að starfa í litlum nánum teymum, með því er hægt að einblína meira á leikinn og hægt að starfa með sérfræðingum allstaðar að. Fyrir utan Torfa og Joon er einn í teyminu í fullri vinnu en það er Joost Eggermont sem er listrænn stjórnandi og sér um allt útlit leiksins. Joost er staðsettur í Rotterdam, Hollandi. Aðrir sem hafa komið að leiknum eru búsettir í Noregi, Ástralíu, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þetta vinnufyrirkomulag gerir Ghosts kleift að vinna með spennandi listafólki allstaðar að úr heiminum.“ Fyrir Phantom Spark gáfu Joon og Torfi saman út leikinn NUTS (2021), ráðgátuleik þar sem spilarinn þarf að njósna um íkorna í afskekktum skógi. NUTS er ævintýraleikur þar sem virknin er að staðsetja myndavélar til að taka upp og komast að því hvað íkornar skógarins eru að gera. Leikurinn var kallaður “Firewatch fyrir David Attenborough aðdáendur” í leikjarýni Tech Radar Meðal annara viðurkenninga og verðlauna var NUTS valinn Leikur ársins á Norðurlöndunum á Nordic Game Conference í Malmö á síðasta ári. Leikurinn var gerður fyrir Apple Arcade en var seinna gefinn út á Steam og Nintendo Switch. Aðeins einn leikur hefur áður verið gerður á Íslandi sem hefur verið gefinn út á Nintendo leikjavél. Leikurinn var þróaður á fyrsta ári Covid faraldursins. Frekari upplýsingar má finna á Steam-síðu leiksins. Leikjavísir Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Torfi og Joon hafa unnið leiknum frá árinu 2021 en þeir reka saman fyrirtækið Ghosts. Phantom Spark er fjármagnaður og gefinn út af breska leikjaútgefandanum Coatsink. Í Phantom Spark eru engin hraðatakmörk, samkvæmt tilkynningu, og mun enginn eins leikur vera á markaði í dag. „Þú þarft ekki að taka marga hringi á hverri braut heldur er hver braut stutt og snörp. Þegar að þú brunar áfram finnurðu hvernig hver bremsa, beygja og ígjöf skiptir máli í tímatöku. Hver einasta tilraun telur þar sem fullkomnun er aðeins náð með því að endurtaka leikinn og gera betur,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Eins og áður segir var stiklan sýnd á GamesCom í síðustu viku en það er ein stærsta leikjaráðstefna heims. Alls hafa ellefu manns komið að þróun Phantom Spark, þó þeir Torfi og Joon myndi einir Ghosts. „Ghosts hefur yndi af að starfa í litlum nánum teymum, með því er hægt að einblína meira á leikinn og hægt að starfa með sérfræðingum allstaðar að. Fyrir utan Torfa og Joon er einn í teyminu í fullri vinnu en það er Joost Eggermont sem er listrænn stjórnandi og sér um allt útlit leiksins. Joost er staðsettur í Rotterdam, Hollandi. Aðrir sem hafa komið að leiknum eru búsettir í Noregi, Ástralíu, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þetta vinnufyrirkomulag gerir Ghosts kleift að vinna með spennandi listafólki allstaðar að úr heiminum.“ Fyrir Phantom Spark gáfu Joon og Torfi saman út leikinn NUTS (2021), ráðgátuleik þar sem spilarinn þarf að njósna um íkorna í afskekktum skógi. NUTS er ævintýraleikur þar sem virknin er að staðsetja myndavélar til að taka upp og komast að því hvað íkornar skógarins eru að gera. Leikurinn var kallaður “Firewatch fyrir David Attenborough aðdáendur” í leikjarýni Tech Radar Meðal annara viðurkenninga og verðlauna var NUTS valinn Leikur ársins á Norðurlöndunum á Nordic Game Conference í Malmö á síðasta ári. Leikurinn var gerður fyrir Apple Arcade en var seinna gefinn út á Steam og Nintendo Switch. Aðeins einn leikur hefur áður verið gerður á Íslandi sem hefur verið gefinn út á Nintendo leikjavél. Leikurinn var þróaður á fyrsta ári Covid faraldursins. Frekari upplýsingar má finna á Steam-síðu leiksins.
Leikjavísir Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira