Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 17:46 Erik Ten Hag þakkar dómaranum Stuart Attwell fyrir leikinn í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. „Hræðileg byrjun en karakter liðsins var frábær. Við héldum ró okkar og vorum svo yfirvegaðir. Við héldum trú á skipulaginu, spiluðum góðan fótbolta og skoruðum þrjú mörk. Þetta var frábær endurkoma,“ sagði Ten Hag í viðtali við BBC eftir leikinn í dag. „Með fullri virðingu fyrir Forest þá getum við ekki leyft þeim að skora svona mörk. Þetta voru auðveld gjafamörk. Þetta er brjálæði en stundum geta leikir farið svona. Eins og ég sagði, við héldum ró okkar.“ Í ljósi þess að United tapaði í síðustu umferð gegn Tottenham var mikilvægt fyrir liðið að koma til baka í dag. Ten Hag segir pláss fyrir bætingu hjá liðinu. „Við höfum séð að þetta lið getur komið til baka. Ef þú átt svona byrjun þá þarftu að komast yfir það. Það er ekki auðvelt en hrós á liðið mitt.“ „Við erum með persónuleikann. Við getum klárlega bætt okkur á ákveðnum sviðum. En almennt séð er þetta lið með karakterinn til að koma til baka í hvert skipti. Ný regla um uppbótartíma í ensku deildinni hefur hlotið töluverða umfjöllun. Dómarar bæta mun meiri tíma við venjulegan leiktíma en áður og á Old Trafford í dag var ellefu mínútum bætt við síðari hálfleikinn. „Þessi regla er ekki rétt. Þeir voru að tefja leikinn frá byrjun og voru verðlaunaðir fyrir það,“ sagði Ten Hag og vísaði þá til þess að Forest fékk tíma undir lokin til að reyna að jafna. Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
„Hræðileg byrjun en karakter liðsins var frábær. Við héldum ró okkar og vorum svo yfirvegaðir. Við héldum trú á skipulaginu, spiluðum góðan fótbolta og skoruðum þrjú mörk. Þetta var frábær endurkoma,“ sagði Ten Hag í viðtali við BBC eftir leikinn í dag. „Með fullri virðingu fyrir Forest þá getum við ekki leyft þeim að skora svona mörk. Þetta voru auðveld gjafamörk. Þetta er brjálæði en stundum geta leikir farið svona. Eins og ég sagði, við héldum ró okkar.“ Í ljósi þess að United tapaði í síðustu umferð gegn Tottenham var mikilvægt fyrir liðið að koma til baka í dag. Ten Hag segir pláss fyrir bætingu hjá liðinu. „Við höfum séð að þetta lið getur komið til baka. Ef þú átt svona byrjun þá þarftu að komast yfir það. Það er ekki auðvelt en hrós á liðið mitt.“ „Við erum með persónuleikann. Við getum klárlega bætt okkur á ákveðnum sviðum. En almennt séð er þetta lið með karakterinn til að koma til baka í hvert skipti. Ný regla um uppbótartíma í ensku deildinni hefur hlotið töluverða umfjöllun. Dómarar bæta mun meiri tíma við venjulegan leiktíma en áður og á Old Trafford í dag var ellefu mínútum bætt við síðari hálfleikinn. „Þessi regla er ekki rétt. Þeir voru að tefja leikinn frá byrjun og voru verðlaunaðir fyrir það,“ sagði Ten Hag og vísaði þá til þess að Forest fékk tíma undir lokin til að reyna að jafna.
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira