Al-Ittihad ætlar sér Salah sem yrði launahærri en Ronaldo Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 21:16 Salah á æfingu með Liverpool. Vísir/Getty Sádiarabíska félagið Al-Ittihad er tilbúið að gera Mohamed Salah að launahæsta knattspyrnumanni í heimi. Heimildamaður Skysports segir Egyptan tilbúinn til að hlusta á hvað félagið hefur að bjóða. Mohamed Salah skrifaði undir samning við Liverpool sumarið 2022 og á enn tvö ár eftir af þeim samninigi. Hann hefur verið á lista hjá Al-Ittihad um nokkurt skeið og nú hefur Skysports greint frá því að félagið sé tilbúið að gera hann að launahæsta knattspyrnumanni í heimi. Félagið hefur gert tilraunir til að næla í Salah fyrr í félagaskiptaglugganum en öllum viðræðum hefur verið hafnað af forráðamönnum Liverpool. Skysports greinir frá því að einn heimildamaður miðilsins vilji meina að nú vilji Salah skoða hvað Al-Ittihad hafi að bjóða. Al-Ittihad have a concrete interest in signing Mohamed Salah from Liverpool. Saudi Pro League club making a renewed attempt to recruit 31yo Egypt international forward. Unclear at this stage if a move will materialise @TheAthleticFC #LFC #AlIttihad #SPL https://t.co/1SVO8kgxo1— David Ornstein (@David_Ornstein) August 24, 2023 Umboðsmaður Salah Remy Abbas Issa sagði fyrr í mánuðinum að Salah væri skuldbundinn Liverpool og að hann væri ekki á förum. Al-Ittihad hefur nú þegar fest kaup á Karim Benzema, Fabinho og N´Golo Kante. Þeir fengu einnig Jota til liðs við sig frá Celtic en nú þegar eru uppi sögusagnir um að hann sé á útleið. Forráðamenn sádiarabíska félagsins vilja Salah í hans stað. „Þá hefur versta martröð Klopp orðið að veruleika“ Það sem gerir Liverpool ögn erfiðara um vik er að félagaskiptaglugginn í Sádi Arabíu er opinn lengur en á Englandi. Komi tilboð sem félagið getur ekki hafnað eftir að glugginn lokar, getur félagið ekki fundið mann í stað Salah. „Ég held að Salah sé bara ekki til sölu. Hann er hæstlaunaðasti leikmaður Liverpool. Það síðasta sem Jurgen Klopp vill er að missa hann svona seint í glugganum. Klopp sagði nýlega að hann væri óánægður með að glugginn í Sádi Arabíu væri opinn svona lengi eftir að sá enski lokar,“ segir Kaveh Solhekol fréttamaður Skysports. „Ef Al-Ittihad gerir tilboð í Salah eftir að glugginn lokar þá hefur versta martröð Klopp orðið að veruleika.“ „Við höfum séð þetta aftur og aftur í sumar. Sádísk félög eru með skotmörk og henda peningum í átt að þeim. Við erum að tala um ótrúlegar upphæðir. Okkur hefur verið sagt að sumir leikmannanna sem eru tregir að flytja sig um set fái þau skilaboð að þeir geti fengið helming samningsins greiddan strax og það skattlaust.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Mohamed Salah skrifaði undir samning við Liverpool sumarið 2022 og á enn tvö ár eftir af þeim samninigi. Hann hefur verið á lista hjá Al-Ittihad um nokkurt skeið og nú hefur Skysports greint frá því að félagið sé tilbúið að gera hann að launahæsta knattspyrnumanni í heimi. Félagið hefur gert tilraunir til að næla í Salah fyrr í félagaskiptaglugganum en öllum viðræðum hefur verið hafnað af forráðamönnum Liverpool. Skysports greinir frá því að einn heimildamaður miðilsins vilji meina að nú vilji Salah skoða hvað Al-Ittihad hafi að bjóða. Al-Ittihad have a concrete interest in signing Mohamed Salah from Liverpool. Saudi Pro League club making a renewed attempt to recruit 31yo Egypt international forward. Unclear at this stage if a move will materialise @TheAthleticFC #LFC #AlIttihad #SPL https://t.co/1SVO8kgxo1— David Ornstein (@David_Ornstein) August 24, 2023 Umboðsmaður Salah Remy Abbas Issa sagði fyrr í mánuðinum að Salah væri skuldbundinn Liverpool og að hann væri ekki á förum. Al-Ittihad hefur nú þegar fest kaup á Karim Benzema, Fabinho og N´Golo Kante. Þeir fengu einnig Jota til liðs við sig frá Celtic en nú þegar eru uppi sögusagnir um að hann sé á útleið. Forráðamenn sádiarabíska félagsins vilja Salah í hans stað. „Þá hefur versta martröð Klopp orðið að veruleika“ Það sem gerir Liverpool ögn erfiðara um vik er að félagaskiptaglugginn í Sádi Arabíu er opinn lengur en á Englandi. Komi tilboð sem félagið getur ekki hafnað eftir að glugginn lokar, getur félagið ekki fundið mann í stað Salah. „Ég held að Salah sé bara ekki til sölu. Hann er hæstlaunaðasti leikmaður Liverpool. Það síðasta sem Jurgen Klopp vill er að missa hann svona seint í glugganum. Klopp sagði nýlega að hann væri óánægður með að glugginn í Sádi Arabíu væri opinn svona lengi eftir að sá enski lokar,“ segir Kaveh Solhekol fréttamaður Skysports. „Ef Al-Ittihad gerir tilboð í Salah eftir að glugginn lokar þá hefur versta martröð Klopp orðið að veruleika.“ „Við höfum séð þetta aftur og aftur í sumar. Sádísk félög eru með skotmörk og henda peningum í átt að þeim. Við erum að tala um ótrúlegar upphæðir. Okkur hefur verið sagt að sumir leikmannanna sem eru tregir að flytja sig um set fái þau skilaboð að þeir geti fengið helming samningsins greiddan strax og það skattlaust.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira