Caicedo hafnar Liverpool og vill bara Chelsea Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 11:21 Hart er barist um hinn 21 árs gamla Ekvadora Moisés Caicedo, sem kom til Brighton fyrir tveimur árum. Getty/Craig Mercer Enn ríkir algjör óvissa um að Mosies Caicedo gangi í raðir Liverpool frá Brighton, fyrir metfé í enskri knattspyrnu, þar sem að leikmaðurinn er sagður hafa fengið bakþanka. Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti knattspyrnumanna, segir Caicedo búinn að tjá Liverpool það að hann vilji eingöngu semja við Chelsea. Hann hafi verið búinn að semja við Chelsea um sín kaup og kjör í lok maí. Nú reyni Chelsea að ná samningum við Brighton. EXCLUSIVE: Moisés Caicedo has just informed Liverpool that he only wants to join Chelsea! #CFCCaicedo has decided to keep his word and only accept Chelsea as personal terms were agreed since end of May.Chelsea, set to bid again in order to get deal done with Brighton. pic.twitter.com/HI3geVVq9Z— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023 Sky Sports fjallar einnig um málið í dag og segir að Caicedo og hans fulltrúar haldi kyrru fyrir í London. Þó hafi ekkert komið fram um hvort að Chelsea hafi lagt fram nýtt og endurbætt tilboð í miðjumanninn, eftir að kapphlaupinu á milli Liverpool og Chelsea virtist lokið. Sky Sports News has been told Moises Caicedo is having second thoughts about a move to Liverpool. The Player and his representatives remain in London pic.twitter.com/vMvgb613il— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2023 Sky segir þó að Chelsea hafi ekki gefist upp en að mikið þurfi til að breytingar verði svona seint. Brighton hafi verið búið að setja ákveðin tímamörk og endað á að semja við Liverpool um 111 milljóna punda sölu. Brighton hafi ekki áhuga á frekari samningaviðræðum. Chelsea sé samt búið að bjóða Caicedo betri samning og vonist til að Caicedo láti eitthvað breytast með því að mótmæla því að fara til Liverpool og fullyrða að hann vilji eingöngu fara til Chelsea. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður á blaðamannafundi í dag út í kaupverðið á Caicedo út frá þeirri staðreynd að fyrir nokkrum árum sagðist hann aldrei myndu eyða 100 milljónum punda í einn leikmann. „Það hefur allt breyst. Er ég ánægður með það? Nei. Sá ég að ég hafði rangt fyrir mér? Já. Svona er þetta bara,“ sagði Klopp á blaðamannafundi vegna stórleiksins við Chelsea á sunnudaginn. „Sádi Arabía hjálpar ekki til við þetta. Á endanum snýst þetta um að við reynum að búa til eins gott lið og við getum,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti knattspyrnumanna, segir Caicedo búinn að tjá Liverpool það að hann vilji eingöngu semja við Chelsea. Hann hafi verið búinn að semja við Chelsea um sín kaup og kjör í lok maí. Nú reyni Chelsea að ná samningum við Brighton. EXCLUSIVE: Moisés Caicedo has just informed Liverpool that he only wants to join Chelsea! #CFCCaicedo has decided to keep his word and only accept Chelsea as personal terms were agreed since end of May.Chelsea, set to bid again in order to get deal done with Brighton. pic.twitter.com/HI3geVVq9Z— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023 Sky Sports fjallar einnig um málið í dag og segir að Caicedo og hans fulltrúar haldi kyrru fyrir í London. Þó hafi ekkert komið fram um hvort að Chelsea hafi lagt fram nýtt og endurbætt tilboð í miðjumanninn, eftir að kapphlaupinu á milli Liverpool og Chelsea virtist lokið. Sky Sports News has been told Moises Caicedo is having second thoughts about a move to Liverpool. The Player and his representatives remain in London pic.twitter.com/vMvgb613il— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2023 Sky segir þó að Chelsea hafi ekki gefist upp en að mikið þurfi til að breytingar verði svona seint. Brighton hafi verið búið að setja ákveðin tímamörk og endað á að semja við Liverpool um 111 milljóna punda sölu. Brighton hafi ekki áhuga á frekari samningaviðræðum. Chelsea sé samt búið að bjóða Caicedo betri samning og vonist til að Caicedo láti eitthvað breytast með því að mótmæla því að fara til Liverpool og fullyrða að hann vilji eingöngu fara til Chelsea. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður á blaðamannafundi í dag út í kaupverðið á Caicedo út frá þeirri staðreynd að fyrir nokkrum árum sagðist hann aldrei myndu eyða 100 milljónum punda í einn leikmann. „Það hefur allt breyst. Er ég ánægður með það? Nei. Sá ég að ég hafði rangt fyrir mér? Já. Svona er þetta bara,“ sagði Klopp á blaðamannafundi vegna stórleiksins við Chelsea á sunnudaginn. „Sádi Arabía hjálpar ekki til við þetta. Á endanum snýst þetta um að við reynum að búa til eins gott lið og við getum,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn