Ytri Rangá stingur af Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2023 08:40 Ægissíðufoss í Ytri Rangá Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum sýna að það er hart í ári í mörgum ánum ýmist vegna vegna vatnsleysis eða laxleysis. Í einhverjum tilfellum er það bland af báðu en sumarið stefnir í að verða heldur rólegt í tölum vægt til orða tekið. Ytri Rangá hefur tekið afgerandi forystu í veiðitölum og er veiðin í ánni komin í 1.419 laxa eftir mjög góða viku. Það er ekkert ólíklegt að að þegar veiðin er loksins komin í gang í ánni að hún sé að skila 300-400 löxum á góðri viku en það virðist ekki vera það öflug ganga að 100 laxa dagar séu að detta inn þó það væri auðvitað frábært að sjá. Eystri Rangá er á rólegri siglingu í öðru sæti listans yfir aflahæstu árnar en þar hafa veiðst 1.170 laxar. Þverá Kjarrá er komin í 829 laxa og hún fer pottþétt yfir 1.000 laxa ef hún fær svá rigningu. Norðurá er í 710 löxum og miðað við hvað hún er orðin vatnslítil þá endar hún líklega rétt yfir 800 löxum. Selá er svo í fimmta sæti með 688 laxa en það er búin að vera fínn gangur í ánni og ágúst oft frábær mánuður í henni. Listinn yfir vonbrigðin er svo aftur á móti lengri en töluvert af lélegum veiðitölum skrifast á lítið vatn í mörgum af bestu ánum en að sjá jafn margar af þessum nafntoguðu ám ekki komnar yfir 500 laxa eftir fyrstu viku í ágúst er sorglegt. Stangveiði Mest lesið Flott opnun í Fnjóská þrátt fyrir kulda Veiði Úlfljótsvatn gefur líka flottar bleikjur Veiði Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Veiði Fréttaskýring: Blikur á lofti í útboðsmálum Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Bleikjan varla farinn að sýna sig á Þingvöllum Veiði Þrjár flugur gáfu þrjá 22 punda laxa Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði
Í einhverjum tilfellum er það bland af báðu en sumarið stefnir í að verða heldur rólegt í tölum vægt til orða tekið. Ytri Rangá hefur tekið afgerandi forystu í veiðitölum og er veiðin í ánni komin í 1.419 laxa eftir mjög góða viku. Það er ekkert ólíklegt að að þegar veiðin er loksins komin í gang í ánni að hún sé að skila 300-400 löxum á góðri viku en það virðist ekki vera það öflug ganga að 100 laxa dagar séu að detta inn þó það væri auðvitað frábært að sjá. Eystri Rangá er á rólegri siglingu í öðru sæti listans yfir aflahæstu árnar en þar hafa veiðst 1.170 laxar. Þverá Kjarrá er komin í 829 laxa og hún fer pottþétt yfir 1.000 laxa ef hún fær svá rigningu. Norðurá er í 710 löxum og miðað við hvað hún er orðin vatnslítil þá endar hún líklega rétt yfir 800 löxum. Selá er svo í fimmta sæti með 688 laxa en það er búin að vera fínn gangur í ánni og ágúst oft frábær mánuður í henni. Listinn yfir vonbrigðin er svo aftur á móti lengri en töluvert af lélegum veiðitölum skrifast á lítið vatn í mörgum af bestu ánum en að sjá jafn margar af þessum nafntoguðu ám ekki komnar yfir 500 laxa eftir fyrstu viku í ágúst er sorglegt.
Stangveiði Mest lesið Flott opnun í Fnjóská þrátt fyrir kulda Veiði Úlfljótsvatn gefur líka flottar bleikjur Veiði Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Veiði Fréttaskýring: Blikur á lofti í útboðsmálum Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Bleikjan varla farinn að sýna sig á Þingvöllum Veiði Þrjár flugur gáfu þrjá 22 punda laxa Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði