Caicedo hefur verið á leiðinni til Chelsea í allt sumar en Liverpool var tilbúið að borga það sem Brighton vill fá leikmanninn.
BREAKING: Liverpool submitted their official bid for Moisés Caicedo tonight and Brighton are set to accept! #LFC bid, set to break English transfer record up to £110m total fee.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023
Moisés Caicedo will become Liverpool player on Friday, if all goes to plan. pic.twitter.com/cjZV2te10g
Fabrizio Romano sagði frá því í nótt að Liverpool sé tilbúið að borga allt að 110 milljónum punda fyrir leikmanninn og gera hann að þeim dýrasta sem enskt félag hefur keypt.
Romano segir að Liverpool sé búið að skipuleggja læknisskoðun og að Jurgen Klopp muni ræða við leikmanninn áður en hann mætir á blaðamannafund á eftir.
Breska ríkisútvarpið segir að kaupverðið sé 111 milljónir punda og með því falli met Enzo Fernandez sem Chelsea borgaði 107 milljónir punda fyrir í janúarglugganum.
Liverpool hefur nú keypt þrjá miðjumenn fyrir 206 milljónir punda í sumar en áður hafði liðið keypt Alexis Mac Allister (35 milljónir) og Dominik Szoboszlai (60 milljónir). Hinn 21 árs gamli Moisés Caicedo verður því annar miðjumaður Brighton sem Liverpool kaupir í sumar.
Before press conference scheduled at 10am UK time, Jurgen Klopp plans to speak to Moisés Caicedo #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023
Medical already booked. pic.twitter.com/WihfgdJlQG
Liverpool hafði boðið þrisvar í Belgann Roméo Lavia en Southampton hafnaði öllum þeim tilboðum.
Þegar fréttist af því að Chelsea hefði gert hlé á eltingarleiknum sínum við Caicedo og boðið þess í stað í Lavia þá svaraði Liverpool með því að bjóða í Caicedo í staðinn.
Svo skemmtilega vill til að Chelsea og Liverpool mætast í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.
BREAKING: Liverpool have now agreed a British transfer record fee of £110M for Brighton's Midfielder Moisés Caicedo pic.twitter.com/OLvC4rhLTg
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 11, 2023