Arsenal skoraði jöfnunarmark þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í Samfélagsskildinum í gær og Pep Guardiola, stjóri Man City, furðaði sig á þessum breytingum í leikslok.
Kevin De Bruyne er á sama máli og lét það í ljós í viðtali eftir leikinn.
„Það voru meira að segja þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik í dag. Hvernig verður þetta þegar við spilum gegn slakara liði sem er alltaf að tefja?“ sagði De Bruyne og hélt áfram.
„Við spiluðum 12-13 mínútur aukalega í dag. Ef við spilum 15-20 aukamínútur gegn Sevilla á miðvikudag og eins gegn Newcastle á laugardag þá er eins og við höfum spilað tvöfalda framlengingu,“ sagði Belginn en flestar vikur tímabilsins leikur Man City þrjá leiki.
Raphael Varane, reynsluboltinn í vörn Man Utd, nýtti samfélagsmiðla sína í dag til að koma á framfæri óánægju með þessa áherslubreytingu.
„Ég lít á það sem mikil forréttindi að fá að vinna við það sem ég elska á hverjum degi en þessar breytingar eru að skaða leikinn okkar. Við viljum geta verið í hæsta gæðaflokki og sýnt okkar bestu frammistöðu fyrir áhorfendurna okkar í hverri viku,“ segir meðal annars í pistlinum sem sjá má í heild hér að neðan.
We had a meeting last week with the FA. They recommended from the referees new decisions and rules.
— Raphaël Varane (@raphaelvarane) August 7, 2023
From the managers and players, we have shared our concerns for many years now that there are too many games, the schedule is overcrowded, and it s at a dangerous level for