Enski boltinn

Guardiola um Rice: Tilboð Arsenal var ótrúlegt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sá dýrasti.
Sá dýrasti. vísir/getty

Pep Guardiola, stjóri Man City, mærir Declan Rice sem gekk í raðir Arsenal í sumar eftir að hafa átt í viðræðum við Englandsmeistarana.

Arsenal á að hafa pungað út yfir 100 milljónum punda til að klófesta enska landsliðsmanninn sem hefur verið í lykilhlutverki hjá West Ham undanfarin ár en Guardiola viðurkennir að Arsenal hafi haft betur við Man City í baráttunni um Rice. Hann kveðst þó ekki svekktur yfir því.

„Algjörlega ekki. Declan Rice ákvað réttilega að fara til Arsenal. Tilboðið þeirra var ótrúlegt. Ég óska honum alls hins besta og hann er frábær leikmaður.“

„Hann er frábær drengur. Hann hefur verið, og mun áfram vera, mjög mikilvægur fyrir enska landsliðið. Arsenal keypti ótrúlegan leikmann,“ segir Guardiola.

Arsenal og Manchester City munu mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudag en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×