Howe heillaðist af íslensku hverunum og sá leik eftir spjall við leigubílstjóra Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 11:31 Eddie Howe naut þess að prófa eitthvað nýtt með því að fara með fjölskyldu sinni til Íslands í sumar. Getty/Serena Taylor Eddie Howe þykir einn mest spennandi knattspyrnustjórinn í enska boltanum eftir að hafa stýrt nýríku liði Newcastle inn í Meistaradeild Evrópu á aðeins átján mánuðum í starfi. Hann ræddi um Íslandsför sína við Daily Mail. Eins og fram kom fyrr í sumar þá var Howe á ferð með fjölskyldu sinni á Íslandi í sumarfríi í júní, þar sem hann sá meðal annars íslenska landsliðið spila við Slóvakíu og heillaðist af Herði Björgvini Magnússyni. Howe var vissulega í fríi á Íslandi, og nýtti meðal annars ferðina til eldfjallaeyjunnar til að fræða son sinn um jarðfræði, en viðurkennir að fótboltinn sé aldrei langt undan. „Svo þarna var ég í leigubíl og leigubílstjórinn segir að Ísland sé að spila. Ég var bara: „Úúh, ættum við að fara?“ Synir mínir þrír svöruðu. „Við verðum að fara!“ Martin Dubravka spilaði fyrir Slóvakíu svo að ég gat alla vega séð hvernig staðan væri á honum,“ sagði Howe. Hann hafði einnig verið í Grikklandi, fyrir ferðina til Íslands, en alltaf með símann innan handar til að undirbúa næstu leiktíð sem best. Meðal annars með kaupunum á Sandro Tonali frá AC Milan. INTERVIEW: Fascinating to spend time with Eddie Howe in New Jersey as he opens up on summer with family & how fear motivates him... A holiday in Iceland turned into a scouting mission I fear letting down the people of Newcastle. That drives me https://t.co/3JrmIlHalR— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 3, 2023 En Howe var ekki bara að hugsa um fótbolta á ferð sinni um Ísland, og Geysissvæðið heillaði hann. „Elsti sonur minn, Harry, átti fyrir höndum próf í skólanum – efnafræði, steinar – og það hefði ekki getað passað betur að vera á eldfjallaeyju. Við elskuðum goshverina, þeir voru hápunkturinn okkar,“ sagði Howe sem kvað fjölskylduna hafa varið heilum degi í útsýnisferð með rútu. „Þetta er svo fallegt og myndrænt,“ sagði Howe heillaður. Fríinu er hins vegar lokið hjá Howe og fram undan tveir vináttuleikir á St. James‘ Park um helgina, gegn Fiorentina og Villarreal. Liðið hefur svo keppni í ensku úrvalsdeildinni eftir rúma viku, með leik við Aston Villa. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Eins og fram kom fyrr í sumar þá var Howe á ferð með fjölskyldu sinni á Íslandi í sumarfríi í júní, þar sem hann sá meðal annars íslenska landsliðið spila við Slóvakíu og heillaðist af Herði Björgvini Magnússyni. Howe var vissulega í fríi á Íslandi, og nýtti meðal annars ferðina til eldfjallaeyjunnar til að fræða son sinn um jarðfræði, en viðurkennir að fótboltinn sé aldrei langt undan. „Svo þarna var ég í leigubíl og leigubílstjórinn segir að Ísland sé að spila. Ég var bara: „Úúh, ættum við að fara?“ Synir mínir þrír svöruðu. „Við verðum að fara!“ Martin Dubravka spilaði fyrir Slóvakíu svo að ég gat alla vega séð hvernig staðan væri á honum,“ sagði Howe. Hann hafði einnig verið í Grikklandi, fyrir ferðina til Íslands, en alltaf með símann innan handar til að undirbúa næstu leiktíð sem best. Meðal annars með kaupunum á Sandro Tonali frá AC Milan. INTERVIEW: Fascinating to spend time with Eddie Howe in New Jersey as he opens up on summer with family & how fear motivates him... A holiday in Iceland turned into a scouting mission I fear letting down the people of Newcastle. That drives me https://t.co/3JrmIlHalR— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 3, 2023 En Howe var ekki bara að hugsa um fótbolta á ferð sinni um Ísland, og Geysissvæðið heillaði hann. „Elsti sonur minn, Harry, átti fyrir höndum próf í skólanum – efnafræði, steinar – og það hefði ekki getað passað betur að vera á eldfjallaeyju. Við elskuðum goshverina, þeir voru hápunkturinn okkar,“ sagði Howe sem kvað fjölskylduna hafa varið heilum degi í útsýnisferð með rútu. „Þetta er svo fallegt og myndrænt,“ sagði Howe heillaður. Fríinu er hins vegar lokið hjá Howe og fram undan tveir vináttuleikir á St. James‘ Park um helgina, gegn Fiorentina og Villarreal. Liðið hefur svo keppni í ensku úrvalsdeildinni eftir rúma viku, með leik við Aston Villa.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira