Flott veiði á Arnarvatnsheiði Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2023 09:02 Ingólfur Kolbeinsson með flotta veiði á Arnarvatnsheiði Hálendisveiðin hefur verið afar góð þetta sumarið og veiðimenn sækja sífellt fleiri inná heiðarvötnin oftar en ekki í ljósi mikilla hækkana á laxveiðileyfum. Arnarvatnsheiði, Skagaheiði og Veiðivötn eru vinsælustu vatnasvæðin hjá þeim stóra hóp veiðimanna sem sækir í að komast í góðan silung og þessi vötn virðast hafa komið einstaklega vel undan vetri. Við höfum greint frá frábærri veiði í veiðivötnum í sumar alveg frá opnun en opnunin var ein sú allra besta í tuttugu ár. Skagaheiðin hefur að sama skapi verið góð og þeir sem stunda hana mikið segja að fiskurinn sé yfirleitt um pundinu stærri en í fyrra. Arnarvatnsheiðin hefur verið að gefa mjög fína veiði síðustu daga og þurrkur og úrkomuleysi hefur engin áhrif þar uppfrá nema til hins betra. Þegar vötnin hlýna safnast bleikjan og urriðinn í litlar torfur sem sækir í ósa lækja sem renna í mörg vötnin. Lækjarvatnið er kaldara og það er nákvæmlega það sem fiskurinn er að leita eftir. Kaldara vatn. Bleikjan og urriðinn á heiðinni er yfirleitt um tvo til þrjú pund en inná milli veiðast alltaf stærri fiskar. Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði
Arnarvatnsheiði, Skagaheiði og Veiðivötn eru vinsælustu vatnasvæðin hjá þeim stóra hóp veiðimanna sem sækir í að komast í góðan silung og þessi vötn virðast hafa komið einstaklega vel undan vetri. Við höfum greint frá frábærri veiði í veiðivötnum í sumar alveg frá opnun en opnunin var ein sú allra besta í tuttugu ár. Skagaheiðin hefur að sama skapi verið góð og þeir sem stunda hana mikið segja að fiskurinn sé yfirleitt um pundinu stærri en í fyrra. Arnarvatnsheiðin hefur verið að gefa mjög fína veiði síðustu daga og þurrkur og úrkomuleysi hefur engin áhrif þar uppfrá nema til hins betra. Þegar vötnin hlýna safnast bleikjan og urriðinn í litlar torfur sem sækir í ósa lækja sem renna í mörg vötnin. Lækjarvatnið er kaldara og það er nákvæmlega það sem fiskurinn er að leita eftir. Kaldara vatn. Bleikjan og urriðinn á heiðinni er yfirleitt um tvo til þrjú pund en inná milli veiðast alltaf stærri fiskar.
Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði