Enski boltinn

Sjáðu þegar Klopp segir Trent Alexander-Arnold stóru fréttirnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold fær mikla ábyrgð hjá Liverpool á komandi tímabili og væntanlega um ókomna framtíð.
Trent Alexander-Arnold fær mikla ábyrgð hjá Liverpool á komandi tímabili og væntanlega um ókomna framtíð. Getty/Andrew Powell

Trent Alexander-Arnold fékk risafréttir á dögunum þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp tilkynnti honum að hann yrði varafyrirliði Liverpool á komandi tímabili.

Það kom líklega fáum á óvart að Virgil van Dijk tók við fyrirliðabandinu af Jordan Henderson en Trent var tekinn fram yfir reynslubolta eins og þá Andrew Robertson og Mohamed Salah sem eru báðir fyrirliðar sinna landsliða.

Alexander-Arnold er enn bara 24 ára gamall og hann mun taka við varafyrirliðahlutverkinu af James Milner.

Alexander-Arnold er uppalinn hjá Liverpool en hann gekk í akademíuna árið 2004. Hann komst síðan í aðalliðið árið 2016 og hefur verið í stóru hlutverki undanfarinn sex tímabil.

Trent spilar vanalega sem hægri bakvörður og hefur lagt upp ófá mörkin úr þeirri stöðu en upp á síðkastið hefur Klopp verð að prófa hann meira inn á miðjunni sem mörgum þykir vera líklega framtíðarstaða hans.

Alexander-Arnold hefur verið fyrirliði yngri liða Liverpool og Klopp sér hann greinilega fyrir sér sem einn mikilvægasta leiðtoga liðsins.

Samfélagsmiðlafólk Liverpool náði því á myndband þegar Klopp sagði Trent Alexander-Arnold fréttirnar um að hann yrði nýr varafyrirliði liðsins. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×