101 sm lax úr Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2023 10:52 Theodór með 101 sm laxinn úr Ytri Rangá Mynd: Dagur Árni Stærsti lax úr Ytri Rangá það sem af er sumri veiddist fyrir tveimur dögum í ánni og mældist þessi hörku fiskur 101 sm. Sá sem á heiðurinn af því að landa þessum flotta laxi er Theódór Friðjónsson en leiðsögumaður hans var Dagur Árni Guðmundsson sem þekkir Ytri Rangá eins og handarbakið á sér. Laxinn veiddist í Kerinu sem er fyrsti staður ofan við Ægissíðufoss og það þarf smá leikni til að setja í lax þarna á flugu en þetta er fræg maðkahola. Þessi 101 sm lax er sá stærsti sem við höfum frétt af úr þessum landshluta í sumar en það er nóg eftir af veiðitímanum og síðsumarið eins og allir vita gjöfult á stóra hænga. Annars er góður stígandi í veiðinni í Ytri Rangá en þar hafa verið að veiðast 50-60 laxar á dag svo það eru greinileg merki þar eins og í Eystri Rangá að gangan er seinna á ferðinni en stundum. Þegar gangan er seint á ferðinni verður ágúst oftar en ekki mjög sterkur mánuður og ef heimtur eru góðar gæti verið að styttast í 100 laxa daga. Það verður þó að teljast ólíklegt í ljósi þess að heimtur almennt á landinu er undir væntingum með einhverjum undantekningum. Rangárnar eiga að vísu það gott í búi með að verða aldrei vatnslitlar en vatnsleysi hrjáir nú ansi margar ár á vestur og suðurlandi. Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Torfastaðir: Ódýr valkostur fyrir laxveiðimenn Veiði
Sá sem á heiðurinn af því að landa þessum flotta laxi er Theódór Friðjónsson en leiðsögumaður hans var Dagur Árni Guðmundsson sem þekkir Ytri Rangá eins og handarbakið á sér. Laxinn veiddist í Kerinu sem er fyrsti staður ofan við Ægissíðufoss og það þarf smá leikni til að setja í lax þarna á flugu en þetta er fræg maðkahola. Þessi 101 sm lax er sá stærsti sem við höfum frétt af úr þessum landshluta í sumar en það er nóg eftir af veiðitímanum og síðsumarið eins og allir vita gjöfult á stóra hænga. Annars er góður stígandi í veiðinni í Ytri Rangá en þar hafa verið að veiðast 50-60 laxar á dag svo það eru greinileg merki þar eins og í Eystri Rangá að gangan er seinna á ferðinni en stundum. Þegar gangan er seint á ferðinni verður ágúst oftar en ekki mjög sterkur mánuður og ef heimtur eru góðar gæti verið að styttast í 100 laxa daga. Það verður þó að teljast ólíklegt í ljósi þess að heimtur almennt á landinu er undir væntingum með einhverjum undantekningum. Rangárnar eiga að vísu það gott í búi með að verða aldrei vatnslitlar en vatnsleysi hrjáir nú ansi margar ár á vestur og suðurlandi.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Torfastaðir: Ódýr valkostur fyrir laxveiðimenn Veiði