59 laxar úr Eystri Rangá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2023 10:42 Björn með flottan lax úr Eystri Rangá Það er vel þekkt með hafbeitarárnar og systurnar Eystri og Ytri Rangá að þær geta verið seinar í gang en það virðist loksins vera að lifna yfir veiði þar á bæ. Eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu var ljóst í síðustu viku að stígandi er á göngunni. Það sést strax á hækkandi veiðitölu við austurbakka Hólsár en nú er þessi stígandi komin í Eystri Rangá og veiðitölur að hækka. Í gær til að mynda veiddust 59 laxar í ánni og það er greinilega að komast meira líf í ánna. Besti tíminn er oftar en ekki ágúst og byrjun september en með undantekningum þó þegar göngur hafa verið snemma á ferðinni. Lax er að ganga í Rangárnar frameftir hausti og dæmi eru um nýgengna laxa í lok veiðistímans í október. Ekki hefur ennþá verið landað laxi yfir 100 sm en nokkrir mjög stórir hafa haft betur í viðureign við veiðimenn. Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Torfastaðir: Ódýr valkostur fyrir laxveiðimenn Veiði
Eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu var ljóst í síðustu viku að stígandi er á göngunni. Það sést strax á hækkandi veiðitölu við austurbakka Hólsár en nú er þessi stígandi komin í Eystri Rangá og veiðitölur að hækka. Í gær til að mynda veiddust 59 laxar í ánni og það er greinilega að komast meira líf í ánna. Besti tíminn er oftar en ekki ágúst og byrjun september en með undantekningum þó þegar göngur hafa verið snemma á ferðinni. Lax er að ganga í Rangárnar frameftir hausti og dæmi eru um nýgengna laxa í lok veiðistímans í október. Ekki hefur ennþá verið landað laxi yfir 100 sm en nokkrir mjög stórir hafa haft betur í viðureign við veiðimenn.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Torfastaðir: Ódýr valkostur fyrir laxveiðimenn Veiði