„Ég er ótrúlega spenntur að fara og við erum að fara með mjög gott teymi. Þetta verða ég og hljóðfæraleikarar en síðan er ég líka að taka alla fjölskylduna með, því ég hugsaði að ég væri alveg til í að leyfa þeim líka að upplifa þetta, að koma með mér, sjá frumflutninginn og sjá stemninguna.“
Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndbandið við lagið Þúsund hjörtu:
Emmsjé Gauti hefur ekki enn fengið að flytja lagið á sviði og verður það því frumflutt í Herjólfsdalnum.
„Ég hlakka mikið til að taka lagið loksins. Það er alveg smá galið að eiga hittara og vera aldrei búinn að flytja hann. En það er líka einhver sjarmi við það að frumflytja það á föstudagskvöldinu. Það verður eitthvað móment.“
Hann segir að undirbúningur fyrir sviðið feli alltaf í sér óhjákvæmilegan sjálfsefa og létt kvíðakast.
„Það er alltaf stresspissið eins og ég kalla það, svona fimm til tíu mínútum áður en ég kem fram. Svo þegar ég er kominn upp á svið þá finn ég fyrir orkunni frá crowdinu og þá verður allt allt í lagi. Ég bara get ekki beðið eftir því að flytja lagið og Þjóðhátíðar settið mitt í heild sinni.“
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: