Fær að heyra það eftir atvik næturinnar: „Best fyrir hann að halda sig fjarri“ Aron Guðmundsson skrifar 26. júlí 2023 16:31 Samstuð Mullin og Bishop í leik Wrexham og Manchester United í nótt Vísir/Getty Phil Parkinson, knattspyrnustjóri Wrexham, lét Nathan Bishop, sem stóð í marki Manchester United í æfingarleik liðsins gegn Wrexham í nótt, heyra það í viðtali eftir leik og sakaði hann um glæfralega tilburði. Paul Mullin, stjörnuleikmaður og helsti markaskorari velska knattspyrnufélagsins Wrexham, er á batavegi eftir harkalegt samstuð við markmann Manchester United í æfingarleik liðanna í nótt. „Ég er brjálaður yfir þessu í fullri hreinskilni sagt,“ sagði Parkinson eftir leik. „Þetta var klaufa- og glæfralegt athæfi markvarðarins og það í leik á undirbúningstímabili. Ég er alls ekki ánægður með þetta.“ Atvikið átti sér stað snemma leiks, nánar tiltekið á 12. mínútu og var fljótt ljóst að eitthvað alvarlegt amaði að Mullin, sem er jafnan fljótur á fætur aftur eftir að hafa verið felldur til jarðar. Í ljós hefur komið að Mullin hlaut samfallið lunga, meiðsli sem munu halda honum frá knattspyrnuvellinum í einhverjar vikur. Sjálfur hefur Bishop beðist afsökunar í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum og þá reyndi hann að ná til Mullin eftir að hafa sjálfur verið tekinn af velli í hálfleik. Parkinson ráðlagði markmanninum unga þó að halda sig fjarri. „Ég hef ekki séð markmanninn en það er líklega best fyrir hann að halda sig fjarri vegna þess að við erum alls ekki ánægðir. Athæfi hans verðskuldaði beint rautt spjald.“ Wrexham manager Phil Parkinson was not a happy man after Paul Mullin suffered a punctured lung during their pre-season game with Manchester United @BeanymanSportspic.twitter.com/HNaVAHtJpR— 101 Great Goals (@101greatgoals) July 26, 2023 Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sínum að forráðamenn Manchester United séu allt annað en sáttir með framgöngu Phil Parkinson, knattspyrnustjóra Wrexham í þessu máli. Stjórinn hafi orðið til þess að æsingurinn í málinu hafi stigmagnast og orðið til þess að Bishop hafi fengið margvísleg ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Paul Mullin, stjörnuleikmaður og helsti markaskorari velska knattspyrnufélagsins Wrexham, er á batavegi eftir harkalegt samstuð við markmann Manchester United í æfingarleik liðanna í nótt. „Ég er brjálaður yfir þessu í fullri hreinskilni sagt,“ sagði Parkinson eftir leik. „Þetta var klaufa- og glæfralegt athæfi markvarðarins og það í leik á undirbúningstímabili. Ég er alls ekki ánægður með þetta.“ Atvikið átti sér stað snemma leiks, nánar tiltekið á 12. mínútu og var fljótt ljóst að eitthvað alvarlegt amaði að Mullin, sem er jafnan fljótur á fætur aftur eftir að hafa verið felldur til jarðar. Í ljós hefur komið að Mullin hlaut samfallið lunga, meiðsli sem munu halda honum frá knattspyrnuvellinum í einhverjar vikur. Sjálfur hefur Bishop beðist afsökunar í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum og þá reyndi hann að ná til Mullin eftir að hafa sjálfur verið tekinn af velli í hálfleik. Parkinson ráðlagði markmanninum unga þó að halda sig fjarri. „Ég hef ekki séð markmanninn en það er líklega best fyrir hann að halda sig fjarri vegna þess að við erum alls ekki ánægðir. Athæfi hans verðskuldaði beint rautt spjald.“ Wrexham manager Phil Parkinson was not a happy man after Paul Mullin suffered a punctured lung during their pre-season game with Manchester United @BeanymanSportspic.twitter.com/HNaVAHtJpR— 101 Great Goals (@101greatgoals) July 26, 2023 Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sínum að forráðamenn Manchester United séu allt annað en sáttir með framgöngu Phil Parkinson, knattspyrnustjóra Wrexham í þessu máli. Stjórinn hafi orðið til þess að æsingurinn í málinu hafi stigmagnast og orðið til þess að Bishop hafi fengið margvísleg ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira