Enski boltinn

Spurs bannar blaðamanninn sem mætti með Bayern treyju með Kane aftan á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blaðamaðurinn með Harry Kane treyjuna.
Blaðamaðurinn með Harry Kane treyjuna.

Tottenham hefur bannað blaðamanninum sem mætti með Bayern München treyju með nafni Harrys Kane að mæta á fleiri viðburði hjá félaginu.

Bayern hefur gert tvö tilboð í Kane í sumar og það þriðja ku vera á leiðinni. 

Einn blaðamaður ákvað að reyna að vera sniðugur og mætti á blaðamannafund fyrir leik Tottenham og Leicester City með Bayern treyju með nafni Kanes aftan á og númerinu níu.

Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, hafði lítinn húmor fyrir þessu uppátæki blaðamannsins og lét hann heyra það.

Spurs hefur nú bannað blaðamanninum að mæta á fleiri blaðamannafundi hjá félaginu  og hann þarf því að grínast annars staðar.

Leikur Tottenham og Leicester gat reyndar ekki farið fram í gær vegna mikillar rigningar í Bangkok. Þá hefur Roma hætt við að spila æfingaleik við Tottenham svo liðið vantar sárlega fleiri leiki á undirbúningstímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×