Enski boltinn

Lið Arsenal nú talið vera meira virði en lið Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsenal og Manchester City börðust um Englandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili o City hafði betur í lokin. Thomas Partey og  Jack Grealish tókust aðeins á í innbyrðis leik liðanna.
Arsenal og Manchester City börðust um Englandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili o City hafði betur í lokin. Thomas Partey og  Jack Grealish tókust aðeins á í innbyrðis leik liðanna. Getty/Robbie Jay Barratt

Arsenal hefur fjárfest í frábærum leikmönnum í sumar og verðmæti félagsins hefur hreinlega rokið upp.

Auðvitað kostuðu þessir leikmenn mikinn pening en fyrir vikið þá kom Arsenal Manchester City niður af stallinum sem verðmætasta fótboltalið heims.

Félagsskiptavefurinn Transfermarkt heldur vel utan um allar upplýsingar um kaupverð og viðri fótboltamanna og uppfærir þær tölur stanslaust.

Í nýjustu úttekt Transfermarkt á virði leikmanna liðanna í Evrópufótboltanum kemur í ljós að City er dottið niður í annað sætið.

Manchester City hafði verið með verðmætasta liðið í þrjú ár samfellt en Arsenal situr nú á toppnum.

Leikmenn Arsenal eru samanlagt 1,21 milljarðs punda virði en Manchester City er í öðru sæti með lið sem er samtals 1,19 milljarða punda virði. 1,21 milljarður punda jafngildir 205 milljörðum íslenskra króna.

Franska félagið Paris Saint Germain er síðan eina annað félagið sem kemst yfir milljarðar punda markið en leikmenn PSG eru samtals 1,02 milljarða punda virði.

Real Madrid, Bayern München, Chelsea og Barcelona eru síðan í næstu sæti en Liverpool er í sjöunda sæti og Manchester UNited bara í áttuna sæti, næst á undan Tottenham.

Enska úrvalsdeildin á því meira en helminginn af topp tíu listanum eða sex félög af tíu. Hin koma frá Spáni (2), Frakklandi og Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×