Creed snúa loksins aftur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 00:00 Scott Stapp forsprakki Creed mundar hljóðnemann. Getty Hin rómaða rokkhljómsveit Creed hefur tilkynnt nýja tónleikaröð, hina fyrstu í áratug. En sveitin hefur legið í dvala, fjölmörgum aðdáendum sínum til ama, frá árinu 2012. Creed velur þó enga hefðbundna leið við endurkomuna heldur mun sveitin spila á skemmtiferðaskipi á Karíbahafinu. Tónleikaferðin ber heitið „Summer of 99“ og fer öll fram um borð í skipinu Norwegian Pearl. Siglt er frá Miami borg í Flórída til Nassau, höfuðborgar Bahama eyja, dagana 18. til 24. apríl á næsta ári. Miðasalan hefst 25. júlí og þeir heppnu fyrstu 500 sem panta miða fá myndatöku með meðlimum Creed í káetu þeirra. Lygileg velgengni Hljómsveitin, sem stofnuð var í Tallahassee í Flórída árið 1994, samanstendur af látúnsbarkanum Scott Stapp, gítaristanum Mark Tremonti, bassaleikaranum Brian Marshall og trymblinum Scott Phillips. Gerði hún garðinn frægan með smellum á borð við „With Arms Wide Open“ og „Higher.“ Plöturnar hafa selst í bílförmum og verðlaunaskápurinn er bólginn. Creed hættu árið 2004, eftir gríðarlega velgengni, vegna samskiptaerfiðleika á milli Stapp og hinna meðlimanna. Stapp var þá djúpt sokkinn í neyslu brennivíns og annarra nautnalyfja. Með hjálp Jesú náði Stapp að sigrast á fíkninni og hljómsveitin kom saman aftur árið 2009. Það var hins vegar skammgóður vermir því að árið 2012 hætti hún starfsemi. Stapp hefur hins vegar ávallt sagt að hljómsveitin sé ekki hætt heldur í dvala. Framtíðin óviss Creed verða langt því frá einir á siglingunni. En á meðal upphitunarbanda má nefna 3 Doors Down, Buckcherry og The Verve Pipe. Þá bjóða Creed aðdáendum sínum upp á viðburð sem kallast spurningar og svör (Q&A). Sveitin kemur fram á skemmtiferðaskipi á næsta ári. Fyrstu tónleikarnir í meira en tíu ár. Allir sem kaupa miða fá auk þess áritaðan grip frá meðlimum Creed og geta notið hins góða lífs um borð í Norwegian Pearl. Þrátt fyrir þessar spennandi fréttir hefur ekkert verið gefið upp um önnur framtíðaráform Creed. Hvort að önnur plata sé í vændum eða stærra tónleikaferðalag. Aðdáendur verða að bíða og sjá. Tónlist Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Creed velur þó enga hefðbundna leið við endurkomuna heldur mun sveitin spila á skemmtiferðaskipi á Karíbahafinu. Tónleikaferðin ber heitið „Summer of 99“ og fer öll fram um borð í skipinu Norwegian Pearl. Siglt er frá Miami borg í Flórída til Nassau, höfuðborgar Bahama eyja, dagana 18. til 24. apríl á næsta ári. Miðasalan hefst 25. júlí og þeir heppnu fyrstu 500 sem panta miða fá myndatöku með meðlimum Creed í káetu þeirra. Lygileg velgengni Hljómsveitin, sem stofnuð var í Tallahassee í Flórída árið 1994, samanstendur af látúnsbarkanum Scott Stapp, gítaristanum Mark Tremonti, bassaleikaranum Brian Marshall og trymblinum Scott Phillips. Gerði hún garðinn frægan með smellum á borð við „With Arms Wide Open“ og „Higher.“ Plöturnar hafa selst í bílförmum og verðlaunaskápurinn er bólginn. Creed hættu árið 2004, eftir gríðarlega velgengni, vegna samskiptaerfiðleika á milli Stapp og hinna meðlimanna. Stapp var þá djúpt sokkinn í neyslu brennivíns og annarra nautnalyfja. Með hjálp Jesú náði Stapp að sigrast á fíkninni og hljómsveitin kom saman aftur árið 2009. Það var hins vegar skammgóður vermir því að árið 2012 hætti hún starfsemi. Stapp hefur hins vegar ávallt sagt að hljómsveitin sé ekki hætt heldur í dvala. Framtíðin óviss Creed verða langt því frá einir á siglingunni. En á meðal upphitunarbanda má nefna 3 Doors Down, Buckcherry og The Verve Pipe. Þá bjóða Creed aðdáendum sínum upp á viðburð sem kallast spurningar og svör (Q&A). Sveitin kemur fram á skemmtiferðaskipi á næsta ári. Fyrstu tónleikarnir í meira en tíu ár. Allir sem kaupa miða fá auk þess áritaðan grip frá meðlimum Creed og geta notið hins góða lífs um borð í Norwegian Pearl. Þrátt fyrir þessar spennandi fréttir hefur ekkert verið gefið upp um önnur framtíðaráform Creed. Hvort að önnur plata sé í vændum eða stærra tónleikaferðalag. Aðdáendur verða að bíða og sjá.
Tónlist Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira