Pochettino: Gat ekki horft á allt viðtalið við Dele Alli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2023 07:31 Mauricio Pochettino hefur miklar mætur á Dele Alli og sá síðarnefndi blómstraði undir hans stjórn. Getty/Tottenham Hotspur FC Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea og fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, segir að það hafi verið of erfitt fyrir sig að horfa á viðtalið við Dele Alli. Dele Alli sagði frá þá öllum þeim erfiðleikum sem hann þurfti að glíma við, misnotkun þegar hann var sex ára, áfengissjúka móður og að sem átta ára strákur hafi Alli verið farinn að selja eiturlyf út á götu. Alli sagðist líka hafa verið orðinn háður svefntöflum og hafi farið í meðferð fyrr í sumar. Hinn 27 ára gamli Alli kom til Tottenham árið 2015 og spilaði í fjögur ár undir stjórn Pochettino. Hann sló í gegn undir stjórn Argentínumannsins en Pochettino var síðan rekinn í nóvember 2019. Alli hefur verið á niðurleið síðan að Pochettino fór. Hann fór frá Tottenham til Everton og þaðan til Tyrklands en lítið hefur gengið upp hjá honum. Mauricio Pochettino wants to help Dele Alli revive his career pic.twitter.com/vhRGxIcOuf— ESPN UK (@ESPNUK) July 9, 2023 Pochettino hafði talað um það að ætla að heyra í Alli hljóðið áður en viðtalið svakalega kom fram í dagsljósið. „Það var mjög erfitt fyrir mig að sjá hann þarna. Ég gat ekki klárað viðtalið af því að það var svo sárt að horfa á þetta. Hann veit að við elskum hann og hversu mikilvægur hann er fyrir okkur sem persóna,“ sagði Mauricio Pochettino við ESPN. „Hann var stórkostlegur sem leikmaður en hann hefur líka mjög stórt hjarta. Auðvitað erum við í sambandi. Eftir Bandaríkjaferðina þá vonast ég til að hitta hann í London og gefa honum gott faðmlag,“ sagði Pochettino. „Það er alltaf erfitt að horfa á einhvern sem þú elskar í svona viðtali. Það var virkilega sársaukafullt fyrir mig. Hann er sterkur, ótrúlegur gæi og það öruggt að hann verður enn sterkari,“ sagði Pochettino. Enski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Dele Alli sagði frá þá öllum þeim erfiðleikum sem hann þurfti að glíma við, misnotkun þegar hann var sex ára, áfengissjúka móður og að sem átta ára strákur hafi Alli verið farinn að selja eiturlyf út á götu. Alli sagðist líka hafa verið orðinn háður svefntöflum og hafi farið í meðferð fyrr í sumar. Hinn 27 ára gamli Alli kom til Tottenham árið 2015 og spilaði í fjögur ár undir stjórn Pochettino. Hann sló í gegn undir stjórn Argentínumannsins en Pochettino var síðan rekinn í nóvember 2019. Alli hefur verið á niðurleið síðan að Pochettino fór. Hann fór frá Tottenham til Everton og þaðan til Tyrklands en lítið hefur gengið upp hjá honum. Mauricio Pochettino wants to help Dele Alli revive his career pic.twitter.com/vhRGxIcOuf— ESPN UK (@ESPNUK) July 9, 2023 Pochettino hafði talað um það að ætla að heyra í Alli hljóðið áður en viðtalið svakalega kom fram í dagsljósið. „Það var mjög erfitt fyrir mig að sjá hann þarna. Ég gat ekki klárað viðtalið af því að það var svo sárt að horfa á þetta. Hann veit að við elskum hann og hversu mikilvægur hann er fyrir okkur sem persóna,“ sagði Mauricio Pochettino við ESPN. „Hann var stórkostlegur sem leikmaður en hann hefur líka mjög stórt hjarta. Auðvitað erum við í sambandi. Eftir Bandaríkjaferðina þá vonast ég til að hitta hann í London og gefa honum gott faðmlag,“ sagði Pochettino. „Það er alltaf erfitt að horfa á einhvern sem þú elskar í svona viðtali. Það var virkilega sársaukafullt fyrir mig. Hann er sterkur, ótrúlegur gæi og það öruggt að hann verður enn sterkari,“ sagði Pochettino.
Enski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira