Enski boltinn

Arteta segir að Declan Rice sé viti fyrir Arsenal liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Declan Rice sést hér kominn í Arsenal búninginn.
Declan Rice sést hér kominn í Arsenal búninginn. Getty/David Price

Declan Rice er dýrasti leikmaðurinn í sögu Arsenal eftir að félagið borgaði West Ham 105 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn. Félagsskiptin gengu loksins í gegn um helgina og nú getur stuðningsmönnum Arsenal farið að hlakka til að sjá kappann spila með liðinu.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, ræddi áhrif og hlutverk Rice, í viðtali fyrir æfingarleik Arsenal á móti Stjörnuliði MLS-deildarinnar sem verður undir stjórn Wayne Rooney.

„Ég sé hann eins og vita. Hann mun færa öðrum leikmönnum ljósið, gera liðsfélaga sína betri og gera liðið betra,“ sagði Mikel Arteta.

Declan Rice er enn bara 24 ára en hann hefur spilað 43 landsleiki fyrir England og yfir tvö hundruð leiki fyrir West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

„Við ræddum það hvernig hann getur hjálpað liðinu að þróast, hvernig hann ýtir undir leikmenn liðsins og hvernig hann kemur með sigurhugarfar inn í lið sem fullt af leikmönnum sem vilja komast á annað stig,“ sagði Arteta.

„Hann hefur áru yfir sér. Reynsla hans úr þessar deild mun færa liðinu nýja vídd. Hann hefur líkamlega kosti sem okkur hefur vantað,“ sagði Arteta.

„Þetta sést á því hvernig hann talar og hvernig hann ber sig. Metnaður hans og ástríða fyrir leiknum er einmitt það sem við þurfum á að halda,“ sagði Arteta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×