Nýjar tölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2023 20:53 Brynjar sölustjóri Norðurár með flottan lax úr opnun Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum bera þess nokkur merki að ekki verður um gott sumar að ræða og í raun undir meðallagi sýnist flestum. Norðurá er efst á listanum sem er eitthv að sem ekki margir áttu von á þegar Urriðafoss hefur undanfarin ár byrjað með látum og haldið toppsætinu þangað til Rangárnar fara á yfirsnúning. Staðan í Urriðafossi ber þess augljós merki að sumarið er undir væntingum um meðalsumar eða gott sumar en heildarveiðin þar er 420 laxar en þar hefur verið veitt núna í 6 vikur. Norðurá er efst á listanum með 450 laxa með 120 laxa veiði síðustu talningarviku sem verður bara að teljast nokkuð gott. Þverá og Kjarrá eru aðeins að lifna við en þar eru komnir 402 laxar á land. Það er ágæt ganga í flestar árnar á vesturlandi en ekki nógu mikið til að hífa árnar upp úr einhverju öðru en meðal ári í besta falli. Hluti af skýringunni á minni veiði skrifast samt líka á erfiðar aðstæður þar sem hitabylgja í eina viku hætti og við tók rok og kuldi sem stendur enn yfir og er spáð fram yfir helgi. Það hefur auðvitað mikil áhrif á veiðina sem og úrkomuleysi en árnar fara margar hverjar að falla hratt á vestur og suðurlandi ef það kemur ekki hressileg rigning í viku eða svo. Listann um heildarveiði má finna á www.angling.is Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði
Norðurá er efst á listanum sem er eitthv að sem ekki margir áttu von á þegar Urriðafoss hefur undanfarin ár byrjað með látum og haldið toppsætinu þangað til Rangárnar fara á yfirsnúning. Staðan í Urriðafossi ber þess augljós merki að sumarið er undir væntingum um meðalsumar eða gott sumar en heildarveiðin þar er 420 laxar en þar hefur verið veitt núna í 6 vikur. Norðurá er efst á listanum með 450 laxa með 120 laxa veiði síðustu talningarviku sem verður bara að teljast nokkuð gott. Þverá og Kjarrá eru aðeins að lifna við en þar eru komnir 402 laxar á land. Það er ágæt ganga í flestar árnar á vesturlandi en ekki nógu mikið til að hífa árnar upp úr einhverju öðru en meðal ári í besta falli. Hluti af skýringunni á minni veiði skrifast samt líka á erfiðar aðstæður þar sem hitabylgja í eina viku hætti og við tók rok og kuldi sem stendur enn yfir og er spáð fram yfir helgi. Það hefur auðvitað mikil áhrif á veiðina sem og úrkomuleysi en árnar fara margar hverjar að falla hratt á vestur og suðurlandi ef það kemur ekki hressileg rigning í viku eða svo. Listann um heildarveiði má finna á www.angling.is
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði