Arteta ekki búinn að ákveða hvar hann ætlar að nota Kai Havertz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 12:30 Kai Havertz lék sinn fyrsta leik með Arsenal í gær þegar hann kom inn á sem varamaður í æfingarleik á móti þýska liðinu Nürnberg. Getty/Alex Grimm Þegar þú eyðir meira en ellefu milljörðum í leikmann þá er eins gott að vita hvernig þú ætlar að nota hann. Knattspyrnustjóri Arsenal ætlar þó ekki að flýta sér að komast að því. Arsenal eyddi 65 milljónum punda í þýska landsliðsmanninn Kai Havertz í sumar en hann kemur frá nágrönnunum í Chelsea. Margir hafa verið að velt fyrir sér hvar Havertz muni spila í Arsenal liðinu og kannski skiljanlega því knattspyrnustjórinn Mikel Arteta veit það ekki sjálfur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Arteta segir að hann þurfi tíma til að ákveða það hvar hann notar Havertz. Stjórinn segir að það megi ekki líta á það þanig að Havertz sé að ganga inn í hlutverk Granit Xhaka. Mikel Arteta on if Kai Havertz is a direct replacement for Granit Xhaka: He s not a replacement. He s not gonna be a like-for-like because everybody s going to be very different to what Granit gave us. It will be very different but Kai has tremendous qualities for our way of pic.twitter.com/QPlWSnsOE6— Gunners (@Gunnersc0m) July 13, 2023 Havertz kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum með Arsenal í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Nürnberg í æfingarleik. „Við verðum að sjá til hvernig hann aðlagast liðinu og við þurfum líka að kynnast betur og þróa okkar samband,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. „Fótbolti snýst um það að tíminn mun leiða það í ljós hvar hann passar best inn í liðið,“ sagði Arteta. Kai Havertz er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en líka sem fremsti maður. Hans besta staða er að flestra mati fyrir aftan fremsta mann. Það er mikið að leikmönnum í Arsenal liðinu sem geta spilað í kringum fremsta mann og svo er Norðmaðurinn bestur framarlega á miðjunni. Það verður því fróðlegt að sjá hvaða stöðu Havertz spilar. Mikel Arteta on where he sees Havertz playing: We will see. We have to see how he adapts & obviously get to know each other & build relationships. Football is about that & time will tell where he fits in best. #afc pic.twitter.com/OF0Ti6pWHk— afcstuff (@afcstuff) July 13, 2023 Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Sjá meira
Arsenal eyddi 65 milljónum punda í þýska landsliðsmanninn Kai Havertz í sumar en hann kemur frá nágrönnunum í Chelsea. Margir hafa verið að velt fyrir sér hvar Havertz muni spila í Arsenal liðinu og kannski skiljanlega því knattspyrnustjórinn Mikel Arteta veit það ekki sjálfur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Arteta segir að hann þurfi tíma til að ákveða það hvar hann notar Havertz. Stjórinn segir að það megi ekki líta á það þanig að Havertz sé að ganga inn í hlutverk Granit Xhaka. Mikel Arteta on if Kai Havertz is a direct replacement for Granit Xhaka: He s not a replacement. He s not gonna be a like-for-like because everybody s going to be very different to what Granit gave us. It will be very different but Kai has tremendous qualities for our way of pic.twitter.com/QPlWSnsOE6— Gunners (@Gunnersc0m) July 13, 2023 Havertz kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum með Arsenal í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Nürnberg í æfingarleik. „Við verðum að sjá til hvernig hann aðlagast liðinu og við þurfum líka að kynnast betur og þróa okkar samband,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. „Fótbolti snýst um það að tíminn mun leiða það í ljós hvar hann passar best inn í liðið,“ sagði Arteta. Kai Havertz er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en líka sem fremsti maður. Hans besta staða er að flestra mati fyrir aftan fremsta mann. Það er mikið að leikmönnum í Arsenal liðinu sem geta spilað í kringum fremsta mann og svo er Norðmaðurinn bestur framarlega á miðjunni. Það verður því fróðlegt að sjá hvaða stöðu Havertz spilar. Mikel Arteta on where he sees Havertz playing: We will see. We have to see how he adapts & obviously get to know each other & build relationships. Football is about that & time will tell where he fits in best. #afc pic.twitter.com/OF0Ti6pWHk— afcstuff (@afcstuff) July 13, 2023
Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Sjá meira