Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2023 08:50 Signý Sóllilja Hrannarsdóttir með stærsta laxinn í gær á Barnadögum SVFR Fyrri Barnadagurinn í Elliðaánum var í gær og var vaskru hópur ungra veiðimanna sem eru í SVFR mættir eldsnemma við bakkann. Það hefur ekkiu farið framhjá neinum veiðimanni að það er mikið af laxi í Elliðaánum en veiðin hefur ekki verið í samræmi við það og skýrist það af einmuna veðurblíðu það sem af er júlí. Sól, hiti og logn eru ekki beint bestu aðstæðurnar til að veiða lax en þessir vösku ungu veiðimenn og veiðikonur höfðu bara ekki hugmynd um það og létu það ekki stoppa sig. Benjamín Þorri með lax úr Elliðaánum í gær Krakkarnir áttu frábæran dag þar sem níu löxum var landað og fleiri sluppu af. Athygli vakti að allir laxarnir veiddust fyrir ofan Teljarastreng en einn sjóbirtingur, og það nokkuð vænn, veiddist á Breiðunni. Laxinn var að taka litlar flugur og það var magnað að sjá hvað þetta unga veiðifólk var lagið með flugustöngina. Stærsti laxinn kom upp í Efri Kistu og mældist 78 sm og það var Signý Sóllilja Hrannarsdóttir sem tók hann á litla Rauða Frances með kón. Frábær dagur í alla staði og á SVFR miklar þakkir skyldar fyrir góðan dag og gott skipulag í kringum þessa daga. Hersir Jón Haraldsson með annan laxinn sinn í gær Hersir Jón Haraldsson Stangveiði Mest lesið Villingavatn að vakna til lífsins Veiði 111.7 milljóna tilboð á borðinu í Þverá/Kjarrá Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Stóra Laxá komin í gang Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði Mæla bakkana fyrir nýja arðskrá í Gljúfurá Veiði Töluvert af tófu á rjúpnaslóðum Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði
Það hefur ekkiu farið framhjá neinum veiðimanni að það er mikið af laxi í Elliðaánum en veiðin hefur ekki verið í samræmi við það og skýrist það af einmuna veðurblíðu það sem af er júlí. Sól, hiti og logn eru ekki beint bestu aðstæðurnar til að veiða lax en þessir vösku ungu veiðimenn og veiðikonur höfðu bara ekki hugmynd um það og létu það ekki stoppa sig. Benjamín Þorri með lax úr Elliðaánum í gær Krakkarnir áttu frábæran dag þar sem níu löxum var landað og fleiri sluppu af. Athygli vakti að allir laxarnir veiddust fyrir ofan Teljarastreng en einn sjóbirtingur, og það nokkuð vænn, veiddist á Breiðunni. Laxinn var að taka litlar flugur og það var magnað að sjá hvað þetta unga veiðifólk var lagið með flugustöngina. Stærsti laxinn kom upp í Efri Kistu og mældist 78 sm og það var Signý Sóllilja Hrannarsdóttir sem tók hann á litla Rauða Frances með kón. Frábær dagur í alla staði og á SVFR miklar þakkir skyldar fyrir góðan dag og gott skipulag í kringum þessa daga. Hersir Jón Haraldsson með annan laxinn sinn í gær Hersir Jón Haraldsson
Stangveiði Mest lesið Villingavatn að vakna til lífsins Veiði 111.7 milljóna tilboð á borðinu í Þverá/Kjarrá Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Stóra Laxá komin í gang Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði Mæla bakkana fyrir nýja arðskrá í Gljúfurá Veiði Töluvert af tófu á rjúpnaslóðum Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði