Gabriel Jesus grét undan Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 14:31 Pep Guardiola gefur hér Gabriel Jesus fyrirmæli í Meistaradeildarleik. Getty/Dave Howarth Gabriel Jesus fór yfir ástæður þess að hann yfirgaf Manchester City fyrir ári síðan og það var vegna meðferðarinnar sem hann fékk hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Pep Guardiola hefur náð frábærum árangri sem knattspyrnustjóri en hann hlífir engum þegar hann velur liðið sitt. Gabriel Jesus lék undir stjórn Guardiola í fimm ár en sagðist líða eins og frjáls maður eftir að hann komst til Arsenal. „Þetta var Meistaradeildarleikur á móti PSG á heimavelli. Hann lét þá [Oleksandr] Zinchenko spila sem falska níu. Algjör klikkun,“ sagði Gabriel Jesus í hlaðvarpsþættinum „Denilson show“ en hann var þar að rifja upp leik frá því í nóvember 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Daginn áður þá notaði hann Zinchenko ekkert á æfingunni því ég var þá að spila sem framherji. Zinchenko grínaðist einnig við mig: Ég fann til með þér þennan dag,“ sagði Jesus. ESPN segir frá. „Tveimur klukkutímum fyrir leikinn er liðsfundur. Liðið borðar saman, hvílir sig í þrjátíu mínútur og fer síðan á leikinn. Hann sagði frá byrjunarliðinu. Ég hafði enga matarlyst. Ég fór strax upp í rúmið mitt og grét,“ sagði Jesus. „Ég hringdi í móður mína til að ræða málin. Ég sagði: Ég vil komast í burtu. Ég ætla heim af því að hann setti Zinchenko í mína stöðu og ég fékk ekki að spila. Vinstri bakvörð. Ég algjörlega trompaðist,“ sagði Jesus. Jesus kom inn á fyrir Zinchenko í seinni hálfleiknum, lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur. „Ég hitaði ekki upp. Mér leið svo illa. Fimm mínútum eftir að [Kylian] Mbappe skoraði þá kallaði hann á mig. Ég gaf stoðsendingu og skoraði mark og við snérum við leiknum. Ég hélt að ég myndi spila í næsta Meistaradeildarleik en gerði það ekki,“ sagði Jesus. „Það var mikið um svona hjá Guardiola og þetta er ekki auðvelt. Leikmenn þroskast hjá honum en þetta er mjög erfitt. Ég ákvað þarna að ég vildi ekki vera þarna lengur og að ég þyrfti að komast í burtu,“ sagði Jesus. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Pep Guardiola hefur náð frábærum árangri sem knattspyrnustjóri en hann hlífir engum þegar hann velur liðið sitt. Gabriel Jesus lék undir stjórn Guardiola í fimm ár en sagðist líða eins og frjáls maður eftir að hann komst til Arsenal. „Þetta var Meistaradeildarleikur á móti PSG á heimavelli. Hann lét þá [Oleksandr] Zinchenko spila sem falska níu. Algjör klikkun,“ sagði Gabriel Jesus í hlaðvarpsþættinum „Denilson show“ en hann var þar að rifja upp leik frá því í nóvember 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Daginn áður þá notaði hann Zinchenko ekkert á æfingunni því ég var þá að spila sem framherji. Zinchenko grínaðist einnig við mig: Ég fann til með þér þennan dag,“ sagði Jesus. ESPN segir frá. „Tveimur klukkutímum fyrir leikinn er liðsfundur. Liðið borðar saman, hvílir sig í þrjátíu mínútur og fer síðan á leikinn. Hann sagði frá byrjunarliðinu. Ég hafði enga matarlyst. Ég fór strax upp í rúmið mitt og grét,“ sagði Jesus. „Ég hringdi í móður mína til að ræða málin. Ég sagði: Ég vil komast í burtu. Ég ætla heim af því að hann setti Zinchenko í mína stöðu og ég fékk ekki að spila. Vinstri bakvörð. Ég algjörlega trompaðist,“ sagði Jesus. Jesus kom inn á fyrir Zinchenko í seinni hálfleiknum, lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur. „Ég hitaði ekki upp. Mér leið svo illa. Fimm mínútum eftir að [Kylian] Mbappe skoraði þá kallaði hann á mig. Ég gaf stoðsendingu og skoraði mark og við snérum við leiknum. Ég hélt að ég myndi spila í næsta Meistaradeildarleik en gerði það ekki,“ sagði Jesus. „Það var mikið um svona hjá Guardiola og þetta er ekki auðvelt. Leikmenn þroskast hjá honum en þetta er mjög erfitt. Ég ákvað þarna að ég vildi ekki vera þarna lengur og að ég þyrfti að komast í burtu,“ sagði Jesus.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira