Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2023 10:20 Björn Hlynur með fyrsta lax sumarsins úr Tungufljóti Tungufljót í Biskupstungu er virkilega skemmtileg á og er yfirleitt þekkt fyrir að fara ekki í gang fyrr en eftir miðjan júlí. Það er þess vegna gaman að heyra af fyrstu löxunum úr henni þetta sumarið og það kemur auðvitað engum á óvart að heyra að fyrsti laxinn hafi veiðst við fossinn Faxa sem er klárlega besti staðurinn í ánni. Veiði í ánni er haldið uppi með sleppingu á gönguseiðum eins og í Rangánum og hafa endurheimtur verið yfirleitt ágætar en ástundun við ánna hefur ekki verið mikil alla daga svo veiðitalan gefur ekki alveg rétta mynd af göngunni. Þetta er skemmtileg á að veiða og þarna er betra að kunna tökin á tvíhendu því það yrði alveg dagsverk að landa stórum laxi til að mynda við Faxa á einhendu. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði
Það er þess vegna gaman að heyra af fyrstu löxunum úr henni þetta sumarið og það kemur auðvitað engum á óvart að heyra að fyrsti laxinn hafi veiðst við fossinn Faxa sem er klárlega besti staðurinn í ánni. Veiði í ánni er haldið uppi með sleppingu á gönguseiðum eins og í Rangánum og hafa endurheimtur verið yfirleitt ágætar en ástundun við ánna hefur ekki verið mikil alla daga svo veiðitalan gefur ekki alveg rétta mynd af göngunni. Þetta er skemmtileg á að veiða og þarna er betra að kunna tökin á tvíhendu því það yrði alveg dagsverk að landa stórum laxi til að mynda við Faxa á einhendu.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði