Stígandi í veiðinni í Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2023 09:00 Flottur lax úr Jöklu Jökla er ansi magnað veiðisvæði og er að margra mati eitt það magnaðasta á landinu en veiðin þar hefur verið stígandi síðustu ár. Hún er oft ekki fljót af stað en það virðist samt vera þannig í sumar að hún fer bæði fyrr og betur af stað en venjulega. Mest af þeim laxi sem er veiðast núna er vænn tveggja ára lax og í þeim frábæru vatnsskilyrðum sem eru í ánni núna er laxinn fljótur upp á dal. Þar er að finna marga magnaða veiðistaði en það verður samt ekkert tekið frá þeimskemmtilegasta í ánni, Hólaflúð, að þó það sé gaman að kasta flugu á breiðurnar ofar í dalnum er þessi staður einn sá magnaðasti í ánni. Hann er yfirleitt einn sá gjöfulasti líka og fyrir veiðimenn og veiðikonur sem eru að fara í Jöklu í sumar þá er algjör skylda að renna "hitch" yfir þennan veiðistað. Jökla - Hólaflúð Þess má líka geta að bónusinn á svæðinu er klárlega ósinn við Fögruhlíðará en þar hefur sjóbleikjuveiðin í sumar verið frábær og það er mikið af 2-4 punda sjóbleikju í ósnum á aðfallinu. Þeir sem þekkja þetta svæði hvað best segja að ef aðfallið hittir á miðnætti eða þar um bil getur veiðin verið mögnuð. Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Torfastaðir: Ódýr valkostur fyrir laxveiðimenn Veiði
Hún er oft ekki fljót af stað en það virðist samt vera þannig í sumar að hún fer bæði fyrr og betur af stað en venjulega. Mest af þeim laxi sem er veiðast núna er vænn tveggja ára lax og í þeim frábæru vatnsskilyrðum sem eru í ánni núna er laxinn fljótur upp á dal. Þar er að finna marga magnaða veiðistaði en það verður samt ekkert tekið frá þeimskemmtilegasta í ánni, Hólaflúð, að þó það sé gaman að kasta flugu á breiðurnar ofar í dalnum er þessi staður einn sá magnaðasti í ánni. Hann er yfirleitt einn sá gjöfulasti líka og fyrir veiðimenn og veiðikonur sem eru að fara í Jöklu í sumar þá er algjör skylda að renna "hitch" yfir þennan veiðistað. Jökla - Hólaflúð Þess má líka geta að bónusinn á svæðinu er klárlega ósinn við Fögruhlíðará en þar hefur sjóbleikjuveiðin í sumar verið frábær og það er mikið af 2-4 punda sjóbleikju í ósnum á aðfallinu. Þeir sem þekkja þetta svæði hvað best segja að ef aðfallið hittir á miðnætti eða þar um bil getur veiðin verið mögnuð.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Torfastaðir: Ódýr valkostur fyrir laxveiðimenn Veiði