Allt í einu orðinn ári yngri Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2023 16:01 Son Heung-Min er að verða 31 árs gamall en var samkvæmt gömlu lögunum í Suður-Kóreu 32 ára gamall. Getty/Sebastian Frej Suður-kóreski knattspyrnumaðurinn Son Heung-Min, leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, varð í gær einu og hálfu ári yngri samkvæmt lögum í heimalandi hans. Lögunum um aldur fólks í Suður-Kóreu hefur nefnilega verið breytt. Forsetinn Yoon Suk Yeol samþykkti breytt lög í desember og þau tóku svo gildi í gær. Breytingin þýðir að aldur fólks í Suður-Kóreu er núna talinn eins og annars staðar í heiminum, það er að segja að börn eru 0 ára við fæðingu og bæta svo einu ári við aldur sinn á hverjum afmælisdegi. Gömlu lögin í Suður-Kóreu voru hins vegar þannig að meðgöngutími var í raun tekinn með í reikninginn. Til að flækja málið ekki of mikið voru börn því álitin eins árs gömul við fæðingu, og svo var einu ári bætt við aldur þeirra 1. janúar ár hvert, alveg sama þó að þau hefðu fæðst til dæmis í desember. Eins mánaðar gamalt barn annars staðar í heiminum gat því verið talið tveggja ára gamalt í Suður-Kóreu. Hið hefðbundna, alþjóðlega aldurskerfi var hingað til aðeins notað í Suður-Kóreu vegna opinberra skjala á borð við sjúkraskýrslur og fleira. Munurinn á kerfunum hefur í gegnum tíðina valdið deilum og ruglingi sem nú ætti að hverfa. Og svo að það sé á hreinu þá er Son eftir sem áður fæddur 8. júlí 1992, og því brátt 31 árs gamall samkvæmt því aldurskerfi sem heimurinn miðar við. Engu þarf að breyta varðandi skráningu hans í ensku úrvalsdeildinni því þar er skráður fæðingardagur en ekki aldur. Enski boltinn Tengdar fréttir Íbúar Suður-Kóreu skyndilega orðnir árinu eða tveimur yngri Allir íbúar Suður-Kóreu eru nú ári eða tveimur yngri, eftir að stjórnvöld ákváðu að breyta því hvernig aldur er mældur. Það verður héðan í frá til samræmis við önnur ríki heims. 28. júní 2023 07:44 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Lögunum um aldur fólks í Suður-Kóreu hefur nefnilega verið breytt. Forsetinn Yoon Suk Yeol samþykkti breytt lög í desember og þau tóku svo gildi í gær. Breytingin þýðir að aldur fólks í Suður-Kóreu er núna talinn eins og annars staðar í heiminum, það er að segja að börn eru 0 ára við fæðingu og bæta svo einu ári við aldur sinn á hverjum afmælisdegi. Gömlu lögin í Suður-Kóreu voru hins vegar þannig að meðgöngutími var í raun tekinn með í reikninginn. Til að flækja málið ekki of mikið voru börn því álitin eins árs gömul við fæðingu, og svo var einu ári bætt við aldur þeirra 1. janúar ár hvert, alveg sama þó að þau hefðu fæðst til dæmis í desember. Eins mánaðar gamalt barn annars staðar í heiminum gat því verið talið tveggja ára gamalt í Suður-Kóreu. Hið hefðbundna, alþjóðlega aldurskerfi var hingað til aðeins notað í Suður-Kóreu vegna opinberra skjala á borð við sjúkraskýrslur og fleira. Munurinn á kerfunum hefur í gegnum tíðina valdið deilum og ruglingi sem nú ætti að hverfa. Og svo að það sé á hreinu þá er Son eftir sem áður fæddur 8. júlí 1992, og því brátt 31 árs gamall samkvæmt því aldurskerfi sem heimurinn miðar við. Engu þarf að breyta varðandi skráningu hans í ensku úrvalsdeildinni því þar er skráður fæðingardagur en ekki aldur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Íbúar Suður-Kóreu skyndilega orðnir árinu eða tveimur yngri Allir íbúar Suður-Kóreu eru nú ári eða tveimur yngri, eftir að stjórnvöld ákváðu að breyta því hvernig aldur er mældur. Það verður héðan í frá til samræmis við önnur ríki heims. 28. júní 2023 07:44 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Íbúar Suður-Kóreu skyndilega orðnir árinu eða tveimur yngri Allir íbúar Suður-Kóreu eru nú ári eða tveimur yngri, eftir að stjórnvöld ákváðu að breyta því hvernig aldur er mældur. Það verður héðan í frá til samræmis við önnur ríki heims. 28. júní 2023 07:44