Kaupir Liverpool manninn sem kom í veg fyrir að Ísland færi á EM? Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 19:30 Dominik Szoboszlai er undir smásjánni hjá Liverpool. Vísir/Getty Liverpool hefur verið orðað við fjölmarga leikmenn á síðustu vikum en aðeins gengið frá samningum við Alexis Mac Allister síðan tímabilinu lauk. Nýtt nafn hefur nú dúkkað upp í umræðunni og það er leikmaður sem við Íslendingar könnumst of vel við. Það er ekkert leyndarmál að Liverpool ætlar sér að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar fest kaup á Argentínumanninum Alexis Mac Allister frá Brighton en liðið er hvergi nærri hætt að skoða miðjumenn og hafa fjölmargir leikmenn verið orðaðir við félagið á síðustu vikum. Khephren Thuram, Manu Kone, Romeo Lavia, Ryan Gravenberch og Gabri Veiga eru nöfn sem hafa verið í umræðunni síðustu vikurnar og virðist sem hinn franski Kheprehn Thuram sé einna líklegastur til að flytja sig yfir í Bítlaborgina. Blaðamaðurinn David Ornstein hjá The Athletic greinir hins vegar frá því í dag að Liverpool sé nú að skoða möguleikann á því að kaupa Ungverjann Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig. Szoboszlai er 22 ára framliggjandi miðjumaður og hefur leikið með þýska liðinu síðastliðin tvö tímabil við góðan orðstír. Liverpool exploring move for Dominik Szoboszlai of RB Leipzig. #LFC met his camp this week; latest attacking mid to be considered. Unclear if it develops due to price but is desired profile. Unrelated to potential Carvalho loan @TheAthleticFC #RBLeipzig https://t.co/KDuUIpoxGT— David Ornstein (@David_Ornstein) June 28, 2023 Ornstein segir að forráðamenn Liverpool hafi hitt fulltrúa leikmannsins í vikunni en hann tekur einnig fram að Szoboszlai sé með klásúlu í samningi sínum sem gerir liðum kleift að kaupa hann fyrir 70 milljónir evra. Óljóst er hvort eða hvenær klásúlan rennur úr gildi. Dominik Szoboszlai er langt frá því að vera einhver Íslandsvinur. Hann skoraði nefnilega sigurmark Ungverja gegn Íslandi í umspilsleik þjóðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fór árið 2021. Hann skoraði sigurmarkið á annarri mínútu uppbótartíma og skildi íslenska liðið og alla þjóðina eftir með brostin hjörtu. Þýski boltinn Tengdar fréttir Eyðilagði EM-draum Íslands en fer ekki á mótið Ungverska ungstirnið Dominik Szoboszlai missir af Evrópumótinu í fótbolta vegna meiðsla í læri sem hafa angrað hann frá því í janúar. 3. júní 2021 10:00 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Það er ekkert leyndarmál að Liverpool ætlar sér að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar fest kaup á Argentínumanninum Alexis Mac Allister frá Brighton en liðið er hvergi nærri hætt að skoða miðjumenn og hafa fjölmargir leikmenn verið orðaðir við félagið á síðustu vikum. Khephren Thuram, Manu Kone, Romeo Lavia, Ryan Gravenberch og Gabri Veiga eru nöfn sem hafa verið í umræðunni síðustu vikurnar og virðist sem hinn franski Kheprehn Thuram sé einna líklegastur til að flytja sig yfir í Bítlaborgina. Blaðamaðurinn David Ornstein hjá The Athletic greinir hins vegar frá því í dag að Liverpool sé nú að skoða möguleikann á því að kaupa Ungverjann Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig. Szoboszlai er 22 ára framliggjandi miðjumaður og hefur leikið með þýska liðinu síðastliðin tvö tímabil við góðan orðstír. Liverpool exploring move for Dominik Szoboszlai of RB Leipzig. #LFC met his camp this week; latest attacking mid to be considered. Unclear if it develops due to price but is desired profile. Unrelated to potential Carvalho loan @TheAthleticFC #RBLeipzig https://t.co/KDuUIpoxGT— David Ornstein (@David_Ornstein) June 28, 2023 Ornstein segir að forráðamenn Liverpool hafi hitt fulltrúa leikmannsins í vikunni en hann tekur einnig fram að Szoboszlai sé með klásúlu í samningi sínum sem gerir liðum kleift að kaupa hann fyrir 70 milljónir evra. Óljóst er hvort eða hvenær klásúlan rennur úr gildi. Dominik Szoboszlai er langt frá því að vera einhver Íslandsvinur. Hann skoraði nefnilega sigurmark Ungverja gegn Íslandi í umspilsleik þjóðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fór árið 2021. Hann skoraði sigurmarkið á annarri mínútu uppbótartíma og skildi íslenska liðið og alla þjóðina eftir með brostin hjörtu.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Eyðilagði EM-draum Íslands en fer ekki á mótið Ungverska ungstirnið Dominik Szoboszlai missir af Evrópumótinu í fótbolta vegna meiðsla í læri sem hafa angrað hann frá því í janúar. 3. júní 2021 10:00 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Eyðilagði EM-draum Íslands en fer ekki á mótið Ungverska ungstirnið Dominik Szoboszlai missir af Evrópumótinu í fótbolta vegna meiðsla í læri sem hafa angrað hann frá því í janúar. 3. júní 2021 10:00