Chelsea hefur selt leikmanninn til Al-Hilal en söluverðið er ekki gefið upp. Það er talið að það sé rúmlega tuttugu milljónir punda eða meira en 3,5 milljarðar króna. Koulibaly skrifar undir þriggja ára samning.
Official, confirmed. Kalidou Koulibaly joins Al Hilal on 23m fee to Chelsea permanent transfer on three year deal. #CFC #Saudi
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 25, 2023
He s gonna play together with Rúben Neves. pic.twitter.com/WCufevVeIr
Koulibaly er 32 ára gamall og náði bara að spila eitt tímabil með enska félaginu eftir að hafa gert fjögurra ára samning í fyrrasumar.
Koulibaly verður liðsfélagi Ruben Neves sem Al-Hilal keypti af Úlfunum í síðustu viku.
Leikmenn Chelsea streyma til Sádí-Arabíu en landi Koulibaly og markvörður senegalska landsliðsins, Edouard Mendy, er á leiðinni til Al-Ahli.
N'Golo Kante hafði áður samið við meistarana í Al-Ittihad og þá þykir líklegt að fyrirliði Chelsea, César Azpilicueta, gæti einnig farið suður í hitann í Sádí Arabíu.
Kalidou Koulibaly has completed a move to @Alhilal_FC.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 25, 2023