Enski boltinn

Stóð við lof­orð við látinn föður sinn og fékk sér ­húð­flúr á hausinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Luton Town fögnuðu vel þegar liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni en sumir gengu lengra en aðrir.
Stuðningsmenn Luton Town fögnuðu vel þegar liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni en sumir gengu lengra en aðrir. Getty/Joe Giddens

Luton Town leikur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og er þetta í fyrsta sinn í meira en þrjá áratugi sem liðið er í hópi þeirra bestu.

Micky Hyde, harður stuðningsmaður Luton, hélt upp á úrvalsdeildarsætið með afar sérstökum hætti.

Hyde heiðraði líka um leið minningu föður síns.

Árið 2001 lofaði hann Terry föður sínum að hann myndi fá sér húðflúr aftan á hausinn með merki Luton Town tækist félaginu að vinna sér aftur sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Micky var þá sextán ára gamall og síðan er liðin 22 ár.

Faðir hans lést skyndilega úr veikindum árið 2012 og fékk því ekki að upplifa magnaða endurkomu félagsins sem hefur farið upp um fjórar deildir á síðastliðnum áratug.

Micky stóð við loforð sitt og er núna kominn með risastórt húðflúr á höfuðið eins og hann frumsýndi á dögunum.

Trudi Woodward húðflúraði hann og það tók hana meira en tvö ár að gera merkið. Hún tók hins vegar ekkert fyrir það.

Micky er fimm barna faðir og er að fara gifta sig í ágúst. Það verða aftur á móti engar brúðkaupsmyndir teknar aftan frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×