Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2023 08:56 Mynd: Nils Folmer Laxveiðitímabilið hófst 1. júní og núna eins og öll undanfarin sumur eru nýjustu veiðitölur úr laxveiðiánum uppfærðar vikulega. Veiði hófst í Urriðafossi 1. júní og spennan eftir fyrstu löxunum er alltaf mikil. Það hefur gengið ágætlega í Urriðafossi frá opnun og eru kominn 101 lax þar á land frá opnun. Norðurá opnaði næst ánna og opnunin þar gekk mjög vel en í fyrsta hollinu var 35 löxum landað. Heildarveiðin í Norðurá er komin í 71 lax. Þverá Kjarrá er komin með 33 laxa en hún opnaði í síðustu viku, Blanda er svo komin með 12 laxa og Brennan 9 laxa. Straumarnir reka lestina en þar er bara búið að bóka einn lax. Tala úr Blöndu gefur ekki sérstaklega góðar vonir fyrir ánna á þessu sumri en síðasta sumar var afspyrnu lélegt í henni þegar það veiddust aðeins 577 laxar og það tók þá um tvær vikur til að fá fyrsta laxinn á land. Tólf laxar á land núna miðað við í fyrra er vissulega betra en engu að síður er það langt frá því sem við eigum að venjast úr þessari fornfrægu á. Stangveiði Mest lesið Villingavatn að vakna til lífsins Veiði 111.7 milljóna tilboð á borðinu í Þverá/Kjarrá Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Stóra Laxá komin í gang Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði Mæla bakkana fyrir nýja arðskrá í Gljúfurá Veiði Töluvert af tófu á rjúpnaslóðum Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði
Veiði hófst í Urriðafossi 1. júní og spennan eftir fyrstu löxunum er alltaf mikil. Það hefur gengið ágætlega í Urriðafossi frá opnun og eru kominn 101 lax þar á land frá opnun. Norðurá opnaði næst ánna og opnunin þar gekk mjög vel en í fyrsta hollinu var 35 löxum landað. Heildarveiðin í Norðurá er komin í 71 lax. Þverá Kjarrá er komin með 33 laxa en hún opnaði í síðustu viku, Blanda er svo komin með 12 laxa og Brennan 9 laxa. Straumarnir reka lestina en þar er bara búið að bóka einn lax. Tala úr Blöndu gefur ekki sérstaklega góðar vonir fyrir ánna á þessu sumri en síðasta sumar var afspyrnu lélegt í henni þegar það veiddust aðeins 577 laxar og það tók þá um tvær vikur til að fá fyrsta laxinn á land. Tólf laxar á land núna miðað við í fyrra er vissulega betra en engu að síður er það langt frá því sem við eigum að venjast úr þessari fornfrægu á.
Stangveiði Mest lesið Villingavatn að vakna til lífsins Veiði 111.7 milljóna tilboð á borðinu í Þverá/Kjarrá Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Stóra Laxá komin í gang Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði Mæla bakkana fyrir nýja arðskrá í Gljúfurá Veiði Töluvert af tófu á rjúpnaslóðum Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði