Lið Brighton sló heldur betur í gegn í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili. Roberto De Zerbi tók við stjórn liðsins í haust þegar Graham Potter færði sig yfir til Chelsea og hann tók liðið alla leið í Evrópudeildina á næsta tímabili.
Í dag bættist síðan enn ein rósin í hnappagat félagsins. Markið sem Julio Enciso skoraði gegn Manchester City var valið mark ársins en hann skoraði það í 1-1 jafntefli Brighton og Englandsmeistaranna.
The results are in...
— Budweiser Football (@budfootball) June 4, 2023
Julio Enciso is your 2022/23 @Budweiser x @PremierLeague Goal of the Season winner
Paraguayan perfection congratulations @julioEnciso33! @OfficialBHAFC | @Albirroja | #YoursToTake pic.twitter.com/ueVutA2DyM
Enciso var keyptur til Brighton frá Libertad í Paragvæ fyrir tímabilið og skoraði fjögur mörk á tímabilinu.
Þá var markvarsla Kepa Arrizabalaga, markmanns Chelsea, gegn Aston Villa valin markvarsla tímabilsins. Chelsea olli gríðarlegum vonbrigðum á tímabilinu en Mauricio Pochettino var á dögunum ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri hjá félaginu.
Kepa wins the @PremierLeague Save of the Season! #PLAwards pic.twitter.com/snrRqjI17c
— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 4, 2023
Að endingu var Reiss Nelson leikmaður Arsenal verðlaunaður fyrir frammistöðu sína gegn AFC Bournemouth. Hann kom þá af bekknum, lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði sigurmark í 3-2 sigri Arsenal.
Late drama at Emirates Stadium #PLAwards | @Castrol pic.twitter.com/VaqPJV7aGf
— Premier League (@premierleague) June 4, 2023