Alls sátu Skytturnar í Arsenal í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í 248 daga á yfirstandandi tímabili en nú er ljóst að liðið getur ekki orðið Englandsmeistari.
Tap Arsenal gegn Nottingham Forest í gærkvöldi sá til þess að Englandsmeistaratitilinn endaði hjá Manchester City þriðjatímabilið í röð.
Það er tölfræðiveitan Opta sem varpar ljósi umrædda staðreynd sem gert er grein fyrir hér að ofan en lærisveinum Mikel Arteta hefur fatast flugið á undanförnum vikum og tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum.
Fyrir það höfðu skytturnar einnig gert þrjú jafntefli í röð.
Enga síður mætti segja að Arsenal hafi tekið stórt skref fram á við á yfirstandandi tímabili en liðið hefur tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Þar hafa Skytturnar ekki verið síðan tímabilið 2016-2017.
248 - Arsenal led the Premier League table for 248 days in 2022-23, the most for a team who failed to win the title in English top-flight history. Agonising. pic.twitter.com/KR1E2DgjNS
— OptaJoe (@OptaJoe) May 20, 2023