Risaleikur í kvöld: „Mín arfleifð er þegar orðin einstök“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 17:00 Pep Guardiola tekur utan um Erling Haaland sem hefur spilað stórkostlega undir hans stjórn á leiktíðinni. Getty/Michael Regan Manchester City hefur komið sér í frábært færi á að vinna þrennuna, og þar með Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Eitt allra þyngsta prófið á lokasprettinum þreytir liðið í kvöld, í sannkölluðum stórleik gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Madrid í síðustu viku og því verður allt í járnum þegar flautað verður til leiks í Manchester í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Guardiola hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu sem knattspyrnustjóri, með Barcelona árin 2009 og 2011, en City hefur aldrei náð að landa Evrópumeistaratitlinum þrátt fyrir mikla titlasöfnun í Englandi síðustu ár. „Ég hef verið í þessari stöðu oft áður,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins í kvöld. Ekki var að heyra á honum að það að vinna Meistaradeildina með City væri nauðsynleg viðbót í ferilskrána. Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior „Þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt“ „Mín arfleifð er þegar orðin einstök. Ég er búinn að segja leikmönnunum að njóta augnabliksins – við erum ótrúlega heppnir að vera hérna. Þetta er í okkar höndum. Þetta veltur á okkur. Við þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt – bara vinna einn leik til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Kevin De Bruyne fagnar markinu mikilvæga í fyrri leiknum gegn Real Madrid, sem endaði 1-1. Vinícius Júnior hafði komið Real yfir.Getty/Julian Finney „Ég er með ótrúlega tilfinningu fyrir þeim. Hvað sem gerist þá er ég svo þakklátur þeim fyrir að koma mér og stuðningsmönnum City aftur á þennan stað,“ sagði Guardiola um leikmenn sína. Sigurliðið í kvöld mun mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 10. júní en Inter sló AC Milan út, samtals 3-0, og spilar til úrslita í fyrsta sinn í þrettán ár. Geta orðið meistarar um helgina City getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Chelsea, og reyndar verður City meistari á laugardaginn ef að Arsenal tapar á útivelli gegn Nottingham Forest. Ef City verður ekki meistari um helgina á liðið enn eftir tvo leiki til að landa titlinum, gegn Brighton og Brentford á útivelli. Liðið spilar svo bikarúrslitaleik við Manchester United á Wembley 3. júní, og ef vel fer í kvöld leikur liðið svo gegn Inter laugardagskvöldið 10. júní. Leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Madrid í síðustu viku og því verður allt í járnum þegar flautað verður til leiks í Manchester í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Guardiola hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu sem knattspyrnustjóri, með Barcelona árin 2009 og 2011, en City hefur aldrei náð að landa Evrópumeistaratitlinum þrátt fyrir mikla titlasöfnun í Englandi síðustu ár. „Ég hef verið í þessari stöðu oft áður,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins í kvöld. Ekki var að heyra á honum að það að vinna Meistaradeildina með City væri nauðsynleg viðbót í ferilskrána. Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior „Þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt“ „Mín arfleifð er þegar orðin einstök. Ég er búinn að segja leikmönnunum að njóta augnabliksins – við erum ótrúlega heppnir að vera hérna. Þetta er í okkar höndum. Þetta veltur á okkur. Við þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt – bara vinna einn leik til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Kevin De Bruyne fagnar markinu mikilvæga í fyrri leiknum gegn Real Madrid, sem endaði 1-1. Vinícius Júnior hafði komið Real yfir.Getty/Julian Finney „Ég er með ótrúlega tilfinningu fyrir þeim. Hvað sem gerist þá er ég svo þakklátur þeim fyrir að koma mér og stuðningsmönnum City aftur á þennan stað,“ sagði Guardiola um leikmenn sína. Sigurliðið í kvöld mun mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 10. júní en Inter sló AC Milan út, samtals 3-0, og spilar til úrslita í fyrsta sinn í þrettán ár. Geta orðið meistarar um helgina City getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Chelsea, og reyndar verður City meistari á laugardaginn ef að Arsenal tapar á útivelli gegn Nottingham Forest. Ef City verður ekki meistari um helgina á liðið enn eftir tvo leiki til að landa titlinum, gegn Brighton og Brentford á útivelli. Liðið spilar svo bikarúrslitaleik við Manchester United á Wembley 3. júní, og ef vel fer í kvöld leikur liðið svo gegn Inter laugardagskvöldið 10. júní. Leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira