Döhler sýndi miklar tilfinningar í leikslok: „Algjör gullmoli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 09:31 Tryggvi Rafnsson hjálpar niðurbrotnum Phil Döhler til búningsklefa eftir leikinn. Vísir/Vilhelm Phil Döhler lék líklegast sinn síðasta leik fyrir FH í fyrrakvöld þegar liðið datt út úr undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Döhler hefur verið í FH frá árinu 2019 en er nú á leiðinni út. Hann varði mjög vel í lokaleiknum á móti ÍBV en það dugði ekki til og Hafnarfjarðarliðið tapaði öðrum leiknum í röð í framlengingu. ÍBV vann einvígið 3-0 en það munaði svo litlu að FH væri 2-1 yfir eftir þrjá leiki. Eftir leikinn náðust mjög dramatískar myndir af niðurbrotnum Phil Döhler. Guðjón Guðmundsson hitti Ásbjörn Friðriksson og ræddi við hann um þýska markvörðinn. Phil Döhler fagnar góðri markvörslu en hann hefur staðið sig frábærlega í FH-markinu.Vísir/Vilhelm „Phil Döhler átti bágt með að leyna tilfinningum sínum þegar hann gekk af velli eftir sárt tap gegn ÍBV, væntanlega í sínum síðasta leik fyrir félagið en Döhler hefur verið himnasending fyrir FH og verið frábær á milli stanganna,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi fréttar sinnar. Þetta sást vel á honum „Hann lætur sér þetta varða og æfir vel. Þegar hlutirnir ganga ekki þá sýna menn tilfinningar. Ég held að það hafi átt við flest alla í liðinu í gær. Þetta sást vel á honum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson. „Hann fellur vel inn í hópinn. Ég veit til þess að hann er að vinna í skóla í Hafnarfirði og þar er mjög vel látið af honum. Hann er frábær í því sem hann er að gera þar og er búinn að vera í síðustu fjögur árin,“ sagði Ásbjörn. Gaupi vildi vita hvort hann gæfi af sér. Ásbjörn Friðriksson er reynsluboltinn í FH-liðinu.Vísir/Vilhelm Betri í íslensku en yngstu strákarnir „Já, já. Á sinn hátt gefur hann af sér. Það er gaman að hafa strák sem er fljótur að læra íslenskuna og fellur inn í hópinn. Menn eru löngu hættir að tala ensku við hann. Hann talar betri íslensku heldur en yngstu strákarnir í liðinu,“ sagði Ásbjörn. „Hann er duglegur að æfa og kom með góðan kúltúr frá Þýskalandi þar sem hann var. Hann vildi alltaf æfa mikið og láta skjóta mikið á sig. Hann er hrikalega öflugur í ákveðnum skotum utan af velli. Hann er einn sá besti sem maður hefur verið að skjóta á,“ sagði Ásbjörn. Döhler kom frá Magdeburg á sínum tíma. Hefur fengið leikreynslu hjá FH „Hann kom á reynslu og ég mann eftir því þegar hann kom á tvær eða þrjár æfingar hjá okkur. Þá sá maður strax þegar maður var að skjóta á hann að þetta væri markvörður sem væri góður. Hann hafði ekki mikla leikreynslu en hefur fengið hana hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. „Ef ég man rétt þá var hann gagnrýndur töluvert þarna eftir fyrstu leikina og það var umræða um að hann væri ekki nógu góður. Við vorum alltaf vissir á því að það væri tóm þvæla,“ sagði Ásbjörn. Hér fyrir neðan má hlusta á Ásbjörn tala um Phil Döhler við Gaupa. „Hann er algjör gullmoli,“ sagði Ásbjörn um Döhler. Klippa: Ásbjörn ræðir við Gaupa um Phil Döhler Olís-deild karla FH Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Hann varði mjög vel í lokaleiknum á móti ÍBV en það dugði ekki til og Hafnarfjarðarliðið tapaði öðrum leiknum í röð í framlengingu. ÍBV vann einvígið 3-0 en það munaði svo litlu að FH væri 2-1 yfir eftir þrjá leiki. Eftir leikinn náðust mjög dramatískar myndir af niðurbrotnum Phil Döhler. Guðjón Guðmundsson hitti Ásbjörn Friðriksson og ræddi við hann um þýska markvörðinn. Phil Döhler fagnar góðri markvörslu en hann hefur staðið sig frábærlega í FH-markinu.Vísir/Vilhelm „Phil Döhler átti bágt með að leyna tilfinningum sínum þegar hann gekk af velli eftir sárt tap gegn ÍBV, væntanlega í sínum síðasta leik fyrir félagið en Döhler hefur verið himnasending fyrir FH og verið frábær á milli stanganna,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi fréttar sinnar. Þetta sást vel á honum „Hann lætur sér þetta varða og æfir vel. Þegar hlutirnir ganga ekki þá sýna menn tilfinningar. Ég held að það hafi átt við flest alla í liðinu í gær. Þetta sást vel á honum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson. „Hann fellur vel inn í hópinn. Ég veit til þess að hann er að vinna í skóla í Hafnarfirði og þar er mjög vel látið af honum. Hann er frábær í því sem hann er að gera þar og er búinn að vera í síðustu fjögur árin,“ sagði Ásbjörn. Gaupi vildi vita hvort hann gæfi af sér. Ásbjörn Friðriksson er reynsluboltinn í FH-liðinu.Vísir/Vilhelm Betri í íslensku en yngstu strákarnir „Já, já. Á sinn hátt gefur hann af sér. Það er gaman að hafa strák sem er fljótur að læra íslenskuna og fellur inn í hópinn. Menn eru löngu hættir að tala ensku við hann. Hann talar betri íslensku heldur en yngstu strákarnir í liðinu,“ sagði Ásbjörn. „Hann er duglegur að æfa og kom með góðan kúltúr frá Þýskalandi þar sem hann var. Hann vildi alltaf æfa mikið og láta skjóta mikið á sig. Hann er hrikalega öflugur í ákveðnum skotum utan af velli. Hann er einn sá besti sem maður hefur verið að skjóta á,“ sagði Ásbjörn. Döhler kom frá Magdeburg á sínum tíma. Hefur fengið leikreynslu hjá FH „Hann kom á reynslu og ég mann eftir því þegar hann kom á tvær eða þrjár æfingar hjá okkur. Þá sá maður strax þegar maður var að skjóta á hann að þetta væri markvörður sem væri góður. Hann hafði ekki mikla leikreynslu en hefur fengið hana hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. „Ef ég man rétt þá var hann gagnrýndur töluvert þarna eftir fyrstu leikina og það var umræða um að hann væri ekki nógu góður. Við vorum alltaf vissir á því að það væri tóm þvæla,“ sagði Ásbjörn. Hér fyrir neðan má hlusta á Ásbjörn tala um Phil Döhler við Gaupa. „Hann er algjör gullmoli,“ sagði Ásbjörn um Döhler. Klippa: Ásbjörn ræðir við Gaupa um Phil Döhler
Olís-deild karla FH Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira