Hákarlarnir snúa aftur, stærri og reiðari en áður Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 15:27 Hákarlar hræða okkur flest og það hafa þeir væntanlega gert frá því fyrsti mannapinn hætti sér of langt út í sjó á röngum tíma. Með hliðsjón af því er kannski eðlilegt hve margar kvikmyndir um hræðilega hákarla hafa verið gerðar. Þessum myndum hefur bara fjölgað ef eitthvað er, þó eingöngu væri litið til Sharknado myndanna. Fyrir nokkrum árum fengum við jarðarbúar að njóta myndarinnar The Meg. Hún fjallar um baráttu Jonas, sem leikinn var af hasarhetjunni Jason Statham, gegn risastórum og fornum hákarli sem kallast Megalodon. Án þess að fara nánar út í nokkuð raunveruleg vísindi myndarinnar, þá fannst þessi hákarl í Marianas-skurðinum en þegar hann slapp þaðan var hann fljótur að éta fólk í masssavís. Fyrsta stikla myndarinnar The Meg 2: The Trench var birt í gær. Nú hafa vísindamenn fundið fleiri risa-hákarla, auk risaeðla og stærðarinnar kolkrabba og þarf að kallast Jonas aftur til. Sem betur fer virðist sem framleiðendur myndarinnar taki sig ekki of alvarlega en í stiklunni má meðal annars sjá hákarl éta T-Rex, sem ætti auðvitað að vera í flestum stiklum, sama um hvað þær myndir eru. Til viðbótar geta áhugasamir séð stiklu annarrar nýrrar hákarlamyndar sem kallast The Black Demon hér að neðan. Hún fjallar líka um hræðilegan hákarl sem étur mikið af saklausum olíuborköllum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þessum myndum hefur bara fjölgað ef eitthvað er, þó eingöngu væri litið til Sharknado myndanna. Fyrir nokkrum árum fengum við jarðarbúar að njóta myndarinnar The Meg. Hún fjallar um baráttu Jonas, sem leikinn var af hasarhetjunni Jason Statham, gegn risastórum og fornum hákarli sem kallast Megalodon. Án þess að fara nánar út í nokkuð raunveruleg vísindi myndarinnar, þá fannst þessi hákarl í Marianas-skurðinum en þegar hann slapp þaðan var hann fljótur að éta fólk í masssavís. Fyrsta stikla myndarinnar The Meg 2: The Trench var birt í gær. Nú hafa vísindamenn fundið fleiri risa-hákarla, auk risaeðla og stærðarinnar kolkrabba og þarf að kallast Jonas aftur til. Sem betur fer virðist sem framleiðendur myndarinnar taki sig ekki of alvarlega en í stiklunni má meðal annars sjá hákarl éta T-Rex, sem ætti auðvitað að vera í flestum stiklum, sama um hvað þær myndir eru. Til viðbótar geta áhugasamir séð stiklu annarrar nýrrar hákarlamyndar sem kallast The Black Demon hér að neðan. Hún fjallar líka um hræðilegan hákarl sem étur mikið af saklausum olíuborköllum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira