Hákarlarnir snúa aftur, stærri og reiðari en áður Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 15:27 Hákarlar hræða okkur flest og það hafa þeir væntanlega gert frá því fyrsti mannapinn hætti sér of langt út í sjó á röngum tíma. Með hliðsjón af því er kannski eðlilegt hve margar kvikmyndir um hræðilega hákarla hafa verið gerðar. Þessum myndum hefur bara fjölgað ef eitthvað er, þó eingöngu væri litið til Sharknado myndanna. Fyrir nokkrum árum fengum við jarðarbúar að njóta myndarinnar The Meg. Hún fjallar um baráttu Jonas, sem leikinn var af hasarhetjunni Jason Statham, gegn risastórum og fornum hákarli sem kallast Megalodon. Án þess að fara nánar út í nokkuð raunveruleg vísindi myndarinnar, þá fannst þessi hákarl í Marianas-skurðinum en þegar hann slapp þaðan var hann fljótur að éta fólk í masssavís. Fyrsta stikla myndarinnar The Meg 2: The Trench var birt í gær. Nú hafa vísindamenn fundið fleiri risa-hákarla, auk risaeðla og stærðarinnar kolkrabba og þarf að kallast Jonas aftur til. Sem betur fer virðist sem framleiðendur myndarinnar taki sig ekki of alvarlega en í stiklunni má meðal annars sjá hákarl éta T-Rex, sem ætti auðvitað að vera í flestum stiklum, sama um hvað þær myndir eru. Til viðbótar geta áhugasamir séð stiklu annarrar nýrrar hákarlamyndar sem kallast The Black Demon hér að neðan. Hún fjallar líka um hræðilegan hákarl sem étur mikið af saklausum olíuborköllum. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þessum myndum hefur bara fjölgað ef eitthvað er, þó eingöngu væri litið til Sharknado myndanna. Fyrir nokkrum árum fengum við jarðarbúar að njóta myndarinnar The Meg. Hún fjallar um baráttu Jonas, sem leikinn var af hasarhetjunni Jason Statham, gegn risastórum og fornum hákarli sem kallast Megalodon. Án þess að fara nánar út í nokkuð raunveruleg vísindi myndarinnar, þá fannst þessi hákarl í Marianas-skurðinum en þegar hann slapp þaðan var hann fljótur að éta fólk í masssavís. Fyrsta stikla myndarinnar The Meg 2: The Trench var birt í gær. Nú hafa vísindamenn fundið fleiri risa-hákarla, auk risaeðla og stærðarinnar kolkrabba og þarf að kallast Jonas aftur til. Sem betur fer virðist sem framleiðendur myndarinnar taki sig ekki of alvarlega en í stiklunni má meðal annars sjá hákarl éta T-Rex, sem ætti auðvitað að vera í flestum stiklum, sama um hvað þær myndir eru. Til viðbótar geta áhugasamir séð stiklu annarrar nýrrar hákarlamyndar sem kallast The Black Demon hér að neðan. Hún fjallar líka um hræðilegan hákarl sem étur mikið af saklausum olíuborköllum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein