Vill fá að mæta pabba sínum í Olís deildinni næsta vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2023 08:30 Handboltafeðgarnir Andri Berg Haraldsson og Jóhannes Berg Andrason spila með Víkingi og FH. Vísir/Sigurjón Handboltafeðgarnir Andri Berg Haraldsson og Jóhannes Berg Andrason standa í stórræðum þessa dagana í úrslitakeppnum handboltans. Andri Berg Haraldsson var í liði Víkings sem vann Fjölni í oddaleik um sæti í Olís-deildinni en leikurinn fór fram í Safamýrinni í gær. Það hefur verið háspenna í þessu umspili og það var einnig í úrslitaleiknum. Fjölnismenn fengu tæpar fimmtán sekúndur til þess að tryggja sigurinn en þeir köstuðu boltanum frá sér í stöðunni 22-22 og gáfu heimamönnum sigurinn á silfurfati. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmarkið með skoti yfir allan völlinn. Víkingar munu því spila í Olís deildinni næsta vetur. „Þetta var alveg ævintýralegt og bara geggjað að klára þetta. Ég hélt við ætluðum virkilega að henda öðrum leik frá okkur en þetta hafðist,“ sagði Andri Berg Haraldsson. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við feðgana í gær. Á meðan Andri Berg fagnaði sigri í Safamýrinni var sonur hans, Jóhannes Berg Andrason, að ganga til leiks í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og FH áttust við í undanúrslitaeinvíginu í Olís deildinni. Þar vann ÍBV ótrúlegan endurkomusigur í framlengdum leik. „Við vorum með þetta í svona fimmtíu mínútur en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um síðustu tíu og framlenginguna. Þetta hrundi og það er erfitt að útskýra hvað gerðist,“ sagði Jóhannes Berg Andrason. „Þetta var þungt í Herjólfi en í rútunni var byrjað að hlæja og hafa gaman. Það er bara næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jóhannes Berg en þá er það stóra spurningin um hvort handboltaáhugafólk fái að sjá feðgana mætast í Olís deildinni á næstu leiktíð. „Já, það er freistandi en eigum við ekki bara að sjá til hvað verður,“ sagði Andri Berg. „Ég vil bara sjá hann keyra á þetta og taka allavega eitt tímabil í viðbót. Það væru senur að hafa okkur saman í deildinni,“ sagði Jóhannes Berg en heldur að hann kæmist auðveldlega fram hjá pabba sínum. „Já. ég held það en ég væri til í að prófa það. Það er langt síðan en maður var að reyna að finta hann þegar maður var lítill. Það er langt síðan við tókum svona alvöru fintu dæmi,“ sagði Jóhannes. Væri skemmtilegra að fara að spila á móti honum eða með honum? „Ég vil sjá hann á móti mér en er einhver séns að þú komir í FH,“ spurði Jóhannes pabba sinn. „Það held ég ekki,“ svaraði Andri glottandi. Það má sjá spjallið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Handboltafeðgarnir Andri Berg og Jóhannes Berg Olís-deild karla FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
Andri Berg Haraldsson var í liði Víkings sem vann Fjölni í oddaleik um sæti í Olís-deildinni en leikurinn fór fram í Safamýrinni í gær. Það hefur verið háspenna í þessu umspili og það var einnig í úrslitaleiknum. Fjölnismenn fengu tæpar fimmtán sekúndur til þess að tryggja sigurinn en þeir köstuðu boltanum frá sér í stöðunni 22-22 og gáfu heimamönnum sigurinn á silfurfati. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmarkið með skoti yfir allan völlinn. Víkingar munu því spila í Olís deildinni næsta vetur. „Þetta var alveg ævintýralegt og bara geggjað að klára þetta. Ég hélt við ætluðum virkilega að henda öðrum leik frá okkur en þetta hafðist,“ sagði Andri Berg Haraldsson. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við feðgana í gær. Á meðan Andri Berg fagnaði sigri í Safamýrinni var sonur hans, Jóhannes Berg Andrason, að ganga til leiks í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og FH áttust við í undanúrslitaeinvíginu í Olís deildinni. Þar vann ÍBV ótrúlegan endurkomusigur í framlengdum leik. „Við vorum með þetta í svona fimmtíu mínútur en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um síðustu tíu og framlenginguna. Þetta hrundi og það er erfitt að útskýra hvað gerðist,“ sagði Jóhannes Berg Andrason. „Þetta var þungt í Herjólfi en í rútunni var byrjað að hlæja og hafa gaman. Það er bara næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jóhannes Berg en þá er það stóra spurningin um hvort handboltaáhugafólk fái að sjá feðgana mætast í Olís deildinni á næstu leiktíð. „Já, það er freistandi en eigum við ekki bara að sjá til hvað verður,“ sagði Andri Berg. „Ég vil bara sjá hann keyra á þetta og taka allavega eitt tímabil í viðbót. Það væru senur að hafa okkur saman í deildinni,“ sagði Jóhannes Berg en heldur að hann kæmist auðveldlega fram hjá pabba sínum. „Já. ég held það en ég væri til í að prófa það. Það er langt síðan en maður var að reyna að finta hann þegar maður var lítill. Það er langt síðan við tókum svona alvöru fintu dæmi,“ sagði Jóhannes. Væri skemmtilegra að fara að spila á móti honum eða með honum? „Ég vil sjá hann á móti mér en er einhver séns að þú komir í FH,“ spurði Jóhannes pabba sinn. „Það held ég ekki,“ svaraði Andri glottandi. Það má sjá spjallið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Handboltafeðgarnir Andri Berg og Jóhannes Berg
Olís-deild karla FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira