Endaði tilfinningalega tómur og ætlar sér að skemma partýið Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 11:46 Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta Mynd: Fjölnir Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta, segist hafa verið tilfinningalega tómur eftir síðasta leik liðsins í hörðu einvígi gegn Víkingi Reykjavík á dögunum. Fram undan er stærsti leikurinn á hans þjálfaraferli til þessa. Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki í handbolta. Undir stjórn hans eru Fjölnismenn komnir alla leið í oddaleik gegn Víkingi Reykjavík í umspili um laust sæti í Olís deild karla á næsta tímabili Oddaleikur liðanna fer fram í Safamýri klukkan 14:00 í dag en leikir liðanna í umspilinu hafa reynst mikil skemmtun. „Stemningin er bara góð, við erum spenntir og tökum öllum leikjum sem við fáum með glöðu geði. Við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Sverrir í viðtali sem Arnar Daði Arnarsson tók við hann í hlaðvarpsþættinum Handkastið. Ætla sér að skemma partýið Fjölnir lenti 2-0 undir í einvíginu gegn Víkingum en Grafarvogspiltarnir neituðu að játa sig sigraða og hafa nú unnið síðustu tvo leiki og knúið fram oddaleik. Hvernig finnst þér strákarnir hafa brugðist við því mótlæti að hafa lent 2-0 undir? „Fyrsti leikurinn var mikið kjaftshögg, við eiginlega steinliggjum þar. Síðan þá hefur þetta verið vaxandi hjá okkur. Ég geri ráð fyrir því að oddaleikurinn verði með svipuðu móti. Þetta verður jafn en sveiflukenndur leikur. Planið hjá okkur er að skemma partý hjá Víkingunum en það er erfitt. Þetta Víkingslið er mjög reynslumikið, eitthvað sem okkur vantar akkúrat núna á þessari stundu. Slæmu kaflarnir okkar hafa verið langir, það er okkar helsta vandamál.“ Leitar ráða hjá brósa Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er bróðir Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara Kadetten í Sviss og viðurkennir að hafa heyrt í honum og leitað ráða. „Ég er í góðum samskiptum við Alla og hann gefur mér góð ráð. Þegar að maður stendur þarna sem þjálfari á hliðarlínunni í leikjum, þá finnur maður sig svolítið einn. Ég er búinn að gera fullt af mistökum og er sjálfur að stíga mín fyrstu skref, reka mig á og læra af því.“ Aðalsteinn Eyjólfsson, bróðir Eyjólfs, er þjálfari Kadetten í SvissKadetten Síðasti leikur einvígisins gegn Víkingum, leikurinn sem knúði fram oddaleik, var tvíframlengdur og fór alla leið í vítakeppni og enn fremur alla leið í bráðabana. Hvernig var sú upplifun? „Tilfinningin var æðisleg eftir þann leik. Maður fann fyrir miklum létti hjá mönnum en það sem var skemmtilegast fyrir mig í þessu, það sem ég var stoltastur yfir, var baráttan hjá okkur. Við vorum komnir langleiðina með að tapa þessum leik í einhver fjögur skipti. Strákarnir mínir börðust áfram, það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur hvað við vorum brothættir en baráttan er klárlega styrkleika- og þroskamerki við leik okkar. Ég get alveg viðurkennt að eftir leik, þegar að maður settist loks niður, þá var maður tómur tilfinningalega. Þetta var hörku leikur og rosalegur rússíbani.“ Viðtalið við Sverri Eyjólfsson í Handkastinu sem og þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan: Fjölnir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Sjá meira
Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki í handbolta. Undir stjórn hans eru Fjölnismenn komnir alla leið í oddaleik gegn Víkingi Reykjavík í umspili um laust sæti í Olís deild karla á næsta tímabili Oddaleikur liðanna fer fram í Safamýri klukkan 14:00 í dag en leikir liðanna í umspilinu hafa reynst mikil skemmtun. „Stemningin er bara góð, við erum spenntir og tökum öllum leikjum sem við fáum með glöðu geði. Við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Sverrir í viðtali sem Arnar Daði Arnarsson tók við hann í hlaðvarpsþættinum Handkastið. Ætla sér að skemma partýið Fjölnir lenti 2-0 undir í einvíginu gegn Víkingum en Grafarvogspiltarnir neituðu að játa sig sigraða og hafa nú unnið síðustu tvo leiki og knúið fram oddaleik. Hvernig finnst þér strákarnir hafa brugðist við því mótlæti að hafa lent 2-0 undir? „Fyrsti leikurinn var mikið kjaftshögg, við eiginlega steinliggjum þar. Síðan þá hefur þetta verið vaxandi hjá okkur. Ég geri ráð fyrir því að oddaleikurinn verði með svipuðu móti. Þetta verður jafn en sveiflukenndur leikur. Planið hjá okkur er að skemma partý hjá Víkingunum en það er erfitt. Þetta Víkingslið er mjög reynslumikið, eitthvað sem okkur vantar akkúrat núna á þessari stundu. Slæmu kaflarnir okkar hafa verið langir, það er okkar helsta vandamál.“ Leitar ráða hjá brósa Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er bróðir Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara Kadetten í Sviss og viðurkennir að hafa heyrt í honum og leitað ráða. „Ég er í góðum samskiptum við Alla og hann gefur mér góð ráð. Þegar að maður stendur þarna sem þjálfari á hliðarlínunni í leikjum, þá finnur maður sig svolítið einn. Ég er búinn að gera fullt af mistökum og er sjálfur að stíga mín fyrstu skref, reka mig á og læra af því.“ Aðalsteinn Eyjólfsson, bróðir Eyjólfs, er þjálfari Kadetten í SvissKadetten Síðasti leikur einvígisins gegn Víkingum, leikurinn sem knúði fram oddaleik, var tvíframlengdur og fór alla leið í vítakeppni og enn fremur alla leið í bráðabana. Hvernig var sú upplifun? „Tilfinningin var æðisleg eftir þann leik. Maður fann fyrir miklum létti hjá mönnum en það sem var skemmtilegast fyrir mig í þessu, það sem ég var stoltastur yfir, var baráttan hjá okkur. Við vorum komnir langleiðina með að tapa þessum leik í einhver fjögur skipti. Strákarnir mínir börðust áfram, það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur hvað við vorum brothættir en baráttan er klárlega styrkleika- og þroskamerki við leik okkar. Ég get alveg viðurkennt að eftir leik, þegar að maður settist loks niður, þá var maður tómur tilfinningalega. Þetta var hörku leikur og rosalegur rússíbani.“ Viðtalið við Sverri Eyjólfsson í Handkastinu sem og þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan:
Fjölnir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Sjá meira