„Það vilja allir spila fyrir Manchester United“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 17:45 Erik Ten Hag verður á hliðarlínunni þegar Manchester United verður í heimsókn hjá Brighton í kvöld. Vísir/Getty Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það sé algjört lykilatriði í enduruppbyggingu félagsins að ná sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Manchester United á mikilvægan leik í ensku deildinni gegn Brighton í kvöld. Manchester United er í ágætum málum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir nokkurn óstöðugleika á síðustu vikum. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Liverpool en hafa leikið færri leiki. Fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar fá sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var í viðtali hjá Sky Sports fyrir leik liðsins gegn Brighton í kvöld. Þar fór Ten Hag yfir mikilvægi þess að ná sæti í deild hinna bestu á næsta ári. „Allir stærstu leikmennirnir vilja spila í Meistaradeildinni. Manchester United er stórt félag. Á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég tekið eftir að það vilja allir spila fyrir Manchester United.“ „Nú lítur út fyrir að við náum sæti í Meistaradeildinni og þá er ennþá meiri áhugi. Það vita allir að Meistaradeildin og enska úrvalsdeildin eru í hæsta klassa. Að ná sæti í Meistaradeildinni er mikilvægt.“ Undir stjórn Ten Hag hefur United bætt sig á milli ára en á síðasta tímabili endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar. Hann segir Meistaradeildarsæti afar mikilvægt í enduruppbyggingu félagsins. „Leikmennirnir mæta bestu leikmönnum heims og liðið fær betri leikjaniðurröðun í deildinni. Það er líka mikilvægt. Leikmennirnir vita að þeir vilja spila í Meistaradeildinni, þeir vilja vera í toppbaráttu í úrvalsdeildinni. Við berjumst fyrir öllum stöðum, á vellinum berjumst við fyrir hverjum metra og í hverju návígi því það er það sem fótbolti snýst um.“ Segir önnur félög vera komin lengra Brighton er eina gestaliðið sem sótt hefur sigur á Old Trafford í vetur, í fyrsta leik tímabilsins í ágúst. United náði að hefna fyrir það tap þegar liðið lagði Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. „Það er langt síðan það gerðist. Þú vilt auðvitað ekki lenda í þessu í byrjun á vegferð en það getur gerst, það er eðlilegt að lið sé ekki hundrað prósent tilbúið í byrjun. Ég myndi segja að það væri slæmt ef við værum að spila verr núna en fyrir tíu mánuðum síðan. Við höfum bætt okkur mikið, við erum á réttri leið.“ „Við höfum séð að við erum á réttri leið en það er langur vegur framundan. Sum lið hafa verið í uppbyggingu í þrjú, fjögur eða fimm ár og eru komin lengra en við. Það er það sem við sjáum í augnablikinu ef við berum okkur saman við önnur stór félög.“ Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Manchester United er í ágætum málum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir nokkurn óstöðugleika á síðustu vikum. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Liverpool en hafa leikið færri leiki. Fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar fá sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var í viðtali hjá Sky Sports fyrir leik liðsins gegn Brighton í kvöld. Þar fór Ten Hag yfir mikilvægi þess að ná sæti í deild hinna bestu á næsta ári. „Allir stærstu leikmennirnir vilja spila í Meistaradeildinni. Manchester United er stórt félag. Á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég tekið eftir að það vilja allir spila fyrir Manchester United.“ „Nú lítur út fyrir að við náum sæti í Meistaradeildinni og þá er ennþá meiri áhugi. Það vita allir að Meistaradeildin og enska úrvalsdeildin eru í hæsta klassa. Að ná sæti í Meistaradeildinni er mikilvægt.“ Undir stjórn Ten Hag hefur United bætt sig á milli ára en á síðasta tímabili endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar. Hann segir Meistaradeildarsæti afar mikilvægt í enduruppbyggingu félagsins. „Leikmennirnir mæta bestu leikmönnum heims og liðið fær betri leikjaniðurröðun í deildinni. Það er líka mikilvægt. Leikmennirnir vita að þeir vilja spila í Meistaradeildinni, þeir vilja vera í toppbaráttu í úrvalsdeildinni. Við berjumst fyrir öllum stöðum, á vellinum berjumst við fyrir hverjum metra og í hverju návígi því það er það sem fótbolti snýst um.“ Segir önnur félög vera komin lengra Brighton er eina gestaliðið sem sótt hefur sigur á Old Trafford í vetur, í fyrsta leik tímabilsins í ágúst. United náði að hefna fyrir það tap þegar liðið lagði Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. „Það er langt síðan það gerðist. Þú vilt auðvitað ekki lenda í þessu í byrjun á vegferð en það getur gerst, það er eðlilegt að lið sé ekki hundrað prósent tilbúið í byrjun. Ég myndi segja að það væri slæmt ef við værum að spila verr núna en fyrir tíu mánuðum síðan. Við höfum bætt okkur mikið, við erum á réttri leið.“ „Við höfum séð að við erum á réttri leið en það er langur vegur framundan. Sum lið hafa verið í uppbyggingu í þrjú, fjögur eða fimm ár og eru komin lengra en við. Það er það sem við sjáum í augnablikinu ef við berum okkur saman við önnur stór félög.“
Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira