Klopp segir óraunhæft að ætla að ná fjórða sætinu Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 23:31 Klopp þakkar stuðningsmönnum eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir vonir Liverpool um að ná fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar ekki vera raunhæfar. Hann var sáttur með sigurinn gegn Fulham í kvöld. Liverpool vann í kvöld 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Mohamed Salah skoraði eina mark liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Við héldum hreinu, góð frammistaða gegn sterkum andstæðingi. Við nýttum ekki færin sem er slæmt en hvernig við þvinguðum fram vítaspyrnuna var mjög gott og í heildina var margt gott við leikinn.“ „Að sjálfsögðu hefðum við viljað stjórna leiknum betur í seinni hálfleiknum en svona er lífið. Þú þarft að vera á vaktinni og strákarnir voru það, ég er mjög ánægður með það.“ Fulham fékk tækifæri til að jafna metin í síðari hálfleiknum og sigur Liverpool var aldrei öruggur fyrr en búið var að flauta til leiksloka. „Við náðum góðum stöðum í nokkur skipti en nýttum þær ekki. Þetta snýst ekki um að vinna 2-0, 3-0, 4-0 heldur bara um að vinna. Mo skoraði úr vítinu sem ég er ánægður með. Það er ekki yfir miklu að kvarta því Fulham er mjög gott lið og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Við getum bætt ýmislegt og við verðum að halda áfram.“ „Ánægður með hvert við stefnum“ Klopp bætti við að Alisson hefði verið ánægðasti maðurinn í búningsklefanum eftir leik þar sem liðið hélt hreinu í leiknum. „Það var ekkert of mikið að gera hjá honum en hann var sá ánægðasti í klefanum eftir leik. Hann hatar 4-3 leiki og allt slíkt. Í dag gat hann bjargað okkur og það var mjög mikilvægt.“ Liverpool er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en fjögur efstu liðin vinna sér inn sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið er fjórum stigum á eftir Manchester United sem á tvo leiki til góða. Newcastle er sex stigum á undan í þriðja sætinu og á einn leik til góða. Klopp segir vonir um að ná fjórða sætinu vera óraunhæfar. „Þetta er leikur að líkum. Ef Newcastle og Manchester United vinna alla sína leiki þá eigum við ekki möguleika. Ef Brighton vinnur alla sína leiki þá verða þeir á undan okkur. Þannig er staðan. Við þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvað það færir okkur. Í augnablikinu er ég ánægður með hvert við stefnum. Við þurfum að halda áfram og svo skoðum við töfluna og sjáum hverju við náum.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Liverpool vann í kvöld 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Mohamed Salah skoraði eina mark liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Við héldum hreinu, góð frammistaða gegn sterkum andstæðingi. Við nýttum ekki færin sem er slæmt en hvernig við þvinguðum fram vítaspyrnuna var mjög gott og í heildina var margt gott við leikinn.“ „Að sjálfsögðu hefðum við viljað stjórna leiknum betur í seinni hálfleiknum en svona er lífið. Þú þarft að vera á vaktinni og strákarnir voru það, ég er mjög ánægður með það.“ Fulham fékk tækifæri til að jafna metin í síðari hálfleiknum og sigur Liverpool var aldrei öruggur fyrr en búið var að flauta til leiksloka. „Við náðum góðum stöðum í nokkur skipti en nýttum þær ekki. Þetta snýst ekki um að vinna 2-0, 3-0, 4-0 heldur bara um að vinna. Mo skoraði úr vítinu sem ég er ánægður með. Það er ekki yfir miklu að kvarta því Fulham er mjög gott lið og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Við getum bætt ýmislegt og við verðum að halda áfram.“ „Ánægður með hvert við stefnum“ Klopp bætti við að Alisson hefði verið ánægðasti maðurinn í búningsklefanum eftir leik þar sem liðið hélt hreinu í leiknum. „Það var ekkert of mikið að gera hjá honum en hann var sá ánægðasti í klefanum eftir leik. Hann hatar 4-3 leiki og allt slíkt. Í dag gat hann bjargað okkur og það var mjög mikilvægt.“ Liverpool er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en fjögur efstu liðin vinna sér inn sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið er fjórum stigum á eftir Manchester United sem á tvo leiki til góða. Newcastle er sex stigum á undan í þriðja sætinu og á einn leik til góða. Klopp segir vonir um að ná fjórða sætinu vera óraunhæfar. „Þetta er leikur að líkum. Ef Newcastle og Manchester United vinna alla sína leiki þá eigum við ekki möguleika. Ef Brighton vinnur alla sína leiki þá verða þeir á undan okkur. Þannig er staðan. Við þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvað það færir okkur. Í augnablikinu er ég ánægður með hvert við stefnum. Við þurfum að halda áfram og svo skoðum við töfluna og sjáum hverju við náum.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti