Vilja að Klopp verði refsað og leggja til frádrátt stiga Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 10:00 Jürgen Klopp átti ýmislegt vantalað við dómara leiksins eftir 4-3 sigurinn gegn Tottenham á sunnudag. Getty/Peter Byrne Chris Sutton, sérfræðingur BBC, og stuðningssamtök knattspyrnudómara í Bretlandi eru meðal þeirra sem kallað hafa eftir því að Jürgen Klopp verði úrskurðaður í bann fyrir hegðun sína um helgina. Klopp fékk gult spjald í hinum dramatíska 4-3 sigri Liverpool gegn Tottenham á Anfield á sunnudaginn, eftir að hafa fagnað sigurmarki Diogo Jota fyrir framan fjórða dómara leiksins. Markið kom seint í uppbótartíma, rétt eftir að Tottenham hafði jafnað metin, og meiddist Klopp einnig í læri í fögnuðinum. Eftir leik sagðist svo Klopp telja að aðaldómara leiksins, Paul Tierney, væri í nöp við Liverpool, og að Tierney hefði látið orð falla sem að væru ekki í lagi. Enska dómarasambandið fann sig knúið til að senda út yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að fara yfir hljóðupptöku Tierney úr leiknum og að hann hefði reynst fagmannlegur í sínu starfi. „Hann [Klopp] ætti að fara í bann frá boðvangnum vegna þess hvernig hann hagaði sér á hliðarlínunni,“ sagði Sutton í þætti BBC Radio 5 í gærkvöld. „Ég held að sekt dugi ekki til. Hann hefur gert þetta áður. Þetta er stórmál. Það voru þjálfarar og börn að horfa sem núna halda að það sé í lagi að hlaupa að dómara og smána hann. Að mínu mati ætti Klopp að fara í bann. Hann veit að hann á ekki að haga sér svona,“ sagði Sutton. Martin Cassidy hjá stuðningssamtökum knattspyrnudómara í Bretlandi (e. Ref Support UK) tók í sama streng. Cassidy, sem er stuðningsmaður Liverpool, vill að notast verði við stigafrádrátt fyrir hegðun eins og þá sem Klopp sýndi. „Við teljum að bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir,“ sagði Cassidy við BBC Sport. „Við teljum líka að knattspyrnusambandið ætti að skoða það að notast við stigafrádrátt á öllum stigum gagnvart þeim sem að reglulega fara yfir strikið gagnvart dómurum leiksins,“ sagði Cassidy. Klopp fékk eins leiks bann eftir að honum var vísað af velli gegn Manchester City í október, auk 30.000 punda sektar, og var þá varaður við því að þurfa að haga sér betur í framtíðinni. Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Klopp fékk gult spjald í hinum dramatíska 4-3 sigri Liverpool gegn Tottenham á Anfield á sunnudaginn, eftir að hafa fagnað sigurmarki Diogo Jota fyrir framan fjórða dómara leiksins. Markið kom seint í uppbótartíma, rétt eftir að Tottenham hafði jafnað metin, og meiddist Klopp einnig í læri í fögnuðinum. Eftir leik sagðist svo Klopp telja að aðaldómara leiksins, Paul Tierney, væri í nöp við Liverpool, og að Tierney hefði látið orð falla sem að væru ekki í lagi. Enska dómarasambandið fann sig knúið til að senda út yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að fara yfir hljóðupptöku Tierney úr leiknum og að hann hefði reynst fagmannlegur í sínu starfi. „Hann [Klopp] ætti að fara í bann frá boðvangnum vegna þess hvernig hann hagaði sér á hliðarlínunni,“ sagði Sutton í þætti BBC Radio 5 í gærkvöld. „Ég held að sekt dugi ekki til. Hann hefur gert þetta áður. Þetta er stórmál. Það voru þjálfarar og börn að horfa sem núna halda að það sé í lagi að hlaupa að dómara og smána hann. Að mínu mati ætti Klopp að fara í bann. Hann veit að hann á ekki að haga sér svona,“ sagði Sutton. Martin Cassidy hjá stuðningssamtökum knattspyrnudómara í Bretlandi (e. Ref Support UK) tók í sama streng. Cassidy, sem er stuðningsmaður Liverpool, vill að notast verði við stigafrádrátt fyrir hegðun eins og þá sem Klopp sýndi. „Við teljum að bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir,“ sagði Cassidy við BBC Sport. „Við teljum líka að knattspyrnusambandið ætti að skoða það að notast við stigafrádrátt á öllum stigum gagnvart þeim sem að reglulega fara yfir strikið gagnvart dómurum leiksins,“ sagði Cassidy. Klopp fékk eins leiks bann eftir að honum var vísað af velli gegn Manchester City í október, auk 30.000 punda sektar, og var þá varaður við því að þurfa að haga sér betur í framtíðinni.
Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira