Allardyce á leið aftur í ensku úrvalsdeildina Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 08:01 Stóri Sam Allardyce virðist vera á leið aftur í ensku úrvalsdeildina. Getty/Stu Forster Útlit er fyrir að knattspyrnustjórinn Sam Allardyce snúi afar óvænt aftur í ensku úrvalsdeildina og taki við Leeds sem hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur. Samningsviðræður á milli Allardyce og Leeds eru nokkuð langt komnar, samkvæmt meðal annars The Guardian, og ef ekkert óvænt kemur upp á þá mun þessi 68 ára gamli stjóri taka við Leeds af Javi Gracia. Gracia var ráðinn í febrúar, eftir brottrekstur Jesse March, og byrjaði vel en Leeds er hins vegar í bullandi fallhættu núna eftir fjögur töp í síðustu fimm leikjum. Sam Allardyce is in the frame for a dramatic return to management, with Leeds United strongly considering turning to the former England boss to rescue their season.More from @PhilHay_ #LUFChttps://t.co/vCHB6EQyZ6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 1, 2023 Samkvæmt The Guardian mun Gracia kveðja leikmenn og annað starfsfólk á Elland Road nú í morgunsárið og í kjölfarið ætti Allardyce svo að geta tekið til sinna mála. Hann þarf að laga varnarleikinn hjá liðinu sem hefur fengið á sig 18 mörk í síðustu fimm leikjum. Allardyce er þekktur fyrir að bjarga liðum frá falli en mistókst það þó í síðasta starfi sínu, hjá West Bromwich Albion fyrir tveimur árum. Allardyce, sem var landsliðsþjálfari Englands í afar skamman tíma, hefur einnig þjálfað lið á borð við Newcastle, West Ham, Sunderland, Everton og Crystal Palace. Leeds er í 17. sæti sem stendur, fyrir ofan fallsæti vegna betri markatölu en Nottingham Forest. Liðið á krefjandi leikjadagskrá fyrir höndum því það mætir Manchester City, Newcastle, West Ham og Tottenham í síðustu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Samningsviðræður á milli Allardyce og Leeds eru nokkuð langt komnar, samkvæmt meðal annars The Guardian, og ef ekkert óvænt kemur upp á þá mun þessi 68 ára gamli stjóri taka við Leeds af Javi Gracia. Gracia var ráðinn í febrúar, eftir brottrekstur Jesse March, og byrjaði vel en Leeds er hins vegar í bullandi fallhættu núna eftir fjögur töp í síðustu fimm leikjum. Sam Allardyce is in the frame for a dramatic return to management, with Leeds United strongly considering turning to the former England boss to rescue their season.More from @PhilHay_ #LUFChttps://t.co/vCHB6EQyZ6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 1, 2023 Samkvæmt The Guardian mun Gracia kveðja leikmenn og annað starfsfólk á Elland Road nú í morgunsárið og í kjölfarið ætti Allardyce svo að geta tekið til sinna mála. Hann þarf að laga varnarleikinn hjá liðinu sem hefur fengið á sig 18 mörk í síðustu fimm leikjum. Allardyce er þekktur fyrir að bjarga liðum frá falli en mistókst það þó í síðasta starfi sínu, hjá West Bromwich Albion fyrir tveimur árum. Allardyce, sem var landsliðsþjálfari Englands í afar skamman tíma, hefur einnig þjálfað lið á borð við Newcastle, West Ham, Sunderland, Everton og Crystal Palace. Leeds er í 17. sæti sem stendur, fyrir ofan fallsæti vegna betri markatölu en Nottingham Forest. Liðið á krefjandi leikjadagskrá fyrir höndum því það mætir Manchester City, Newcastle, West Ham og Tottenham í síðustu fjórum leikjum sínum á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira